Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir bensínþjófnað

MYND/GVA

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrri að hafa í tvígang stolið bensíni á bensínstöðvum Olís í Reykjavík á árunum 2006 og 2007.

Maðurinn dældi bensíni á bíl sinn og ók í burtu án þess að greiða fyrir það. Játning lá fyrir í málinu og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Einnig að maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin og var á skilorði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×