Innlent

Greiðslukortavelta dregst saman um nærri fimm prósent

MYND/Vilhelm

Greiðslukortavelta heimilanna á fyrstu níu mánuðum ársins dróst saman um 4,6 prósent að raunvirði miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta sýna hagvísar Hagstofunnar.

Greiðslukortaveltan jókst reyndar á þessu tímabili um nærri fimm prósent, þar af jókst kreditkortaveltan um nærri 12 prósent en debetkortavelta dróst saman um rúm tvö prósent. Þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar vísitölu neysluverðs kemur hins vegar í ljós að raunlækkun verður á innlendri greiðslukortaveltu.

Þá sýna Hagvísarnir að nýskráðir bílar á fyrstu tíu mánuðum ársins hafi verið rúmlega 12.100 en það er 37 prósenta samdráttur milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×