Innlent

Jón Baldvin: „Obama er okkar von“

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

„Ef það gerist í nótt að svartur maður sem er ættaður frá Kenía með millinafnið Hussein verður forseti Bandaríkjanna, þá hefur heimurinn breyst,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Ríkissjónvarpið af kosningavöku á Grand Hótel fyrir stundu.

Jón sagði að ef þetta gerðist þá vantaði okkur bara einstæða móður til þess að taka við í Sádí Arabíu og lesbíu sem tæki við einhversstaðar annarsstaðar þar sem trúin ræður ríkjum.

„Allur heimurinn tekur þátt því þetta varðar allan heiminn, þar styðja allir Obama vegna slæmrar forsetatíðar Bush. Hann er versti forseti í 250 ára sögu Bandaríkjanna og allt sem hann hefur gert eru tóm mistök. Það er þörf á breytingum og þessi maður, Obama, er okkar von," sagði Jón Baldvin.

Hann sagði einnig að þetta yrðu tvísýnar kosningar vegna þess að þrátt fyrir allar skoðanakannanir þá væri það sálfræðileg mannraun fyrir hvítan karlmann að kjósa svartan Hussein sem forseta.

Fylgst verður með kosningunum hér á Vísi fram eftir nóttu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×