Innlent

Dæmd fyrir að svíkja fé út af bankareikningi

MYND/Ingóflur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í mánaðar óskilorðsbundið fangelsi og konu í jafnlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja 300 þúsund kónur út af reikningi annars manns hjá Kaupþingi.

Svikin voru með þeim hætti að konan hringdi í eiganda reikningsins og þóttist vera bankastarfsmaður og fékk þannig leyninúmer reikningsins. Samverkamaður hennar hringdi svo í bankann og lét millifæra upphæðina yfir á reikning konunnar.

Bæði játuðu brot sitt en þau höfðu áður komist í kast við lögin. Auk fangelsisrefisingarinnar voru þau dæmd til að greiða eiganda reikningsins 300 þúsund krónur í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×