Rætt um Rauðsól á Alþingi 4. nóvember 2008 14:50 Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu utan dagskrár í dag um stöðu fjölmiðla á landinu í ljósi frétta af kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlahluta 365. Hann spurði hvort að um brunaútsölu væri að ræða og hvort rétt sé að það sé ríkisbankinn Landsbankinn sem standi á bak við kaupin. Guðni spurði hvort ekki væri réttara að skipta fjölmiðlunum upp og selja. Þá spurði Guðni að lokum hvort menntamálaráðherra telji fyrirhugaða samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ásættanlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, svaraði Guðna og minnti á það að þverpólitísk sátt hafi náðst á sínum tíma um fjölmiðla. Það frumvarp hafi hinsvegar aldrei orðið að lögum og nú blasi við að einn maður geti orðið nær einráður á fjölmiðlamarkaði, sem væri grafalvarlegt mál. Þorgerður sagði einnig að svo virtist sem Landsbankinn hafi átt frumkvæðið að því að koma kaupum Rauðsólar á 365 í kring. Miklu skipti að sem mest gagnsæi ríki í bankakerfinu og ekki sé gott að óþarfa tortryggni skapist. Því sé lykilatriði að stjórn og stjórnendur Landsbankans útskýri fyrir þjóðinni hvernig í málinu liggi. Þorgerður minnti einnig á þá alvarlegu stöðu sem nú væri uppi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Auglýsingamarkaður hafi því sem næst hrunið og benti hún á að þegar hafi verið boðað að Skjár 1 hætti rekstri. Þá sagði Þorgerður að sá starfshópur sem skipaður verði og á að hefja störf í vikunni muni meðal annars skoða þá samþjöppun sem „átti sér stað um helgina. Hins vegar verður einnig að skoða stöðu fjölmiðla með tilliti til Ríkisútvarpsins," sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG tók næst til máls og sagði umræðuna þarfa. Hún mælti með því að rykið yrði dustað af því fjölmiðlafrumvarpi sem pólitísk sátt náðist um á sínum tíma. Hún sagði einnig að ef svo færi að RÚV myndi hverfa af auglýsingamarkaði yrði að tryggja stofnuninni fjármagn með öðrum leiðum. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sté næstur í pontu og benti á að ef fyrirhuguð sameining Fréttablaðsins og Morgunblaðsins verði samþykkt af hálfu Samkeppniseftirlits sé „eitthvað mikið að á Íslandi." Hann sagði samrunann ekki standast 17. grein samkeppnislaga. Og fari svo að Samkeppniseftirlitið banni samruna blaðanna þá væri staðan í raun að mestu óbreytt frá því sem er í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef af viðskiptunum verði stefni í mestu samþjöppun á fjölmiðlamarkaði sem sést hafi á Íslandi sem eigi sér ekki samjöfnuð í hinum vestræna heimi. Slíkt geti ekki verið lýðræðislegri umræðu til framdráttar, burtséð frá því hver eigandinn sé. Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, tók undir með Helga Hjörvar og sagði ljóst að hugmyndin fari augljóslega í bága við samkeppnislög. Guðni Ágústsson tók að síðustu aftur til máls og sagði það á valdi ráðherra að stöðva þessi fyrirhuguðu viðskipti. „Ég fer fram á að gjörningurinn verði stöðvaður," sagði Guðni og sagðist binda vonir við samkeppnismálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson í því sambandi. Menntamálaráðherra tók síðust til máls á ný og undirstrikaði hve varhugavert það væri að afhenda einum aðila nær allan auglýsingamarkaðinn á silfurfati. Á hinn bóginn minnti ráðherrann á mikilvægi þess að kanna hvernig hægt verði að styðja við frjálsan fjölmiðlamarkað á Íslandi. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu utan dagskrár í dag um stöðu fjölmiðla á landinu í ljósi frétta af kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlahluta 365. Hann spurði hvort að um brunaútsölu væri að ræða og hvort rétt sé að það sé ríkisbankinn Landsbankinn sem standi á bak við kaupin. Guðni spurði hvort ekki væri réttara að skipta fjölmiðlunum upp og selja. Þá spurði Guðni að lokum hvort menntamálaráðherra telji fyrirhugaða samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ásættanlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, svaraði Guðna og minnti á það að þverpólitísk sátt hafi náðst á sínum tíma um fjölmiðla. Það frumvarp hafi hinsvegar aldrei orðið að lögum og nú blasi við að einn maður geti orðið nær einráður á fjölmiðlamarkaði, sem væri grafalvarlegt mál. Þorgerður sagði einnig að svo virtist sem Landsbankinn hafi átt frumkvæðið að því að koma kaupum Rauðsólar á 365 í kring. Miklu skipti að sem mest gagnsæi ríki í bankakerfinu og ekki sé gott að óþarfa tortryggni skapist. Því sé lykilatriði að stjórn og stjórnendur Landsbankans útskýri fyrir þjóðinni hvernig í málinu liggi. Þorgerður minnti einnig á þá alvarlegu stöðu sem nú væri uppi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Auglýsingamarkaður hafi því sem næst hrunið og benti hún á að þegar hafi verið boðað að Skjár 1 hætti rekstri. Þá sagði Þorgerður að sá starfshópur sem skipaður verði og á að hefja störf í vikunni muni meðal annars skoða þá samþjöppun sem „átti sér stað um helgina. Hins vegar verður einnig að skoða stöðu fjölmiðla með tilliti til Ríkisútvarpsins," sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG tók næst til máls og sagði umræðuna þarfa. Hún mælti með því að rykið yrði dustað af því fjölmiðlafrumvarpi sem pólitísk sátt náðist um á sínum tíma. Hún sagði einnig að ef svo færi að RÚV myndi hverfa af auglýsingamarkaði yrði að tryggja stofnuninni fjármagn með öðrum leiðum. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sté næstur í pontu og benti á að ef fyrirhuguð sameining Fréttablaðsins og Morgunblaðsins verði samþykkt af hálfu Samkeppniseftirlits sé „eitthvað mikið að á Íslandi." Hann sagði samrunann ekki standast 17. grein samkeppnislaga. Og fari svo að Samkeppniseftirlitið banni samruna blaðanna þá væri staðan í raun að mestu óbreytt frá því sem er í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef af viðskiptunum verði stefni í mestu samþjöppun á fjölmiðlamarkaði sem sést hafi á Íslandi sem eigi sér ekki samjöfnuð í hinum vestræna heimi. Slíkt geti ekki verið lýðræðislegri umræðu til framdráttar, burtséð frá því hver eigandinn sé. Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, tók undir með Helga Hjörvar og sagði ljóst að hugmyndin fari augljóslega í bága við samkeppnislög. Guðni Ágústsson tók að síðustu aftur til máls og sagði það á valdi ráðherra að stöðva þessi fyrirhuguðu viðskipti. „Ég fer fram á að gjörningurinn verði stöðvaður," sagði Guðni og sagðist binda vonir við samkeppnismálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson í því sambandi. Menntamálaráðherra tók síðust til máls á ný og undirstrikaði hve varhugavert það væri að afhenda einum aðila nær allan auglýsingamarkaðinn á silfurfati. Á hinn bóginn minnti ráðherrann á mikilvægi þess að kanna hvernig hægt verði að styðja við frjálsan fjölmiðlamarkað á Íslandi.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira