Rætt um Rauðsól á Alþingi 4. nóvember 2008 14:50 Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu utan dagskrár í dag um stöðu fjölmiðla á landinu í ljósi frétta af kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlahluta 365. Hann spurði hvort að um brunaútsölu væri að ræða og hvort rétt sé að það sé ríkisbankinn Landsbankinn sem standi á bak við kaupin. Guðni spurði hvort ekki væri réttara að skipta fjölmiðlunum upp og selja. Þá spurði Guðni að lokum hvort menntamálaráðherra telji fyrirhugaða samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ásættanlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, svaraði Guðna og minnti á það að þverpólitísk sátt hafi náðst á sínum tíma um fjölmiðla. Það frumvarp hafi hinsvegar aldrei orðið að lögum og nú blasi við að einn maður geti orðið nær einráður á fjölmiðlamarkaði, sem væri grafalvarlegt mál. Þorgerður sagði einnig að svo virtist sem Landsbankinn hafi átt frumkvæðið að því að koma kaupum Rauðsólar á 365 í kring. Miklu skipti að sem mest gagnsæi ríki í bankakerfinu og ekki sé gott að óþarfa tortryggni skapist. Því sé lykilatriði að stjórn og stjórnendur Landsbankans útskýri fyrir þjóðinni hvernig í málinu liggi. Þorgerður minnti einnig á þá alvarlegu stöðu sem nú væri uppi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Auglýsingamarkaður hafi því sem næst hrunið og benti hún á að þegar hafi verið boðað að Skjár 1 hætti rekstri. Þá sagði Þorgerður að sá starfshópur sem skipaður verði og á að hefja störf í vikunni muni meðal annars skoða þá samþjöppun sem „átti sér stað um helgina. Hins vegar verður einnig að skoða stöðu fjölmiðla með tilliti til Ríkisútvarpsins," sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG tók næst til máls og sagði umræðuna þarfa. Hún mælti með því að rykið yrði dustað af því fjölmiðlafrumvarpi sem pólitísk sátt náðist um á sínum tíma. Hún sagði einnig að ef svo færi að RÚV myndi hverfa af auglýsingamarkaði yrði að tryggja stofnuninni fjármagn með öðrum leiðum. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sté næstur í pontu og benti á að ef fyrirhuguð sameining Fréttablaðsins og Morgunblaðsins verði samþykkt af hálfu Samkeppniseftirlits sé „eitthvað mikið að á Íslandi." Hann sagði samrunann ekki standast 17. grein samkeppnislaga. Og fari svo að Samkeppniseftirlitið banni samruna blaðanna þá væri staðan í raun að mestu óbreytt frá því sem er í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef af viðskiptunum verði stefni í mestu samþjöppun á fjölmiðlamarkaði sem sést hafi á Íslandi sem eigi sér ekki samjöfnuð í hinum vestræna heimi. Slíkt geti ekki verið lýðræðislegri umræðu til framdráttar, burtséð frá því hver eigandinn sé. Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, tók undir með Helga Hjörvar og sagði ljóst að hugmyndin fari augljóslega í bága við samkeppnislög. Guðni Ágústsson tók að síðustu aftur til máls og sagði það á valdi ráðherra að stöðva þessi fyrirhuguðu viðskipti. „Ég fer fram á að gjörningurinn verði stöðvaður," sagði Guðni og sagðist binda vonir við samkeppnismálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson í því sambandi. Menntamálaráðherra tók síðust til máls á ný og undirstrikaði hve varhugavert það væri að afhenda einum aðila nær allan auglýsingamarkaðinn á silfurfati. Á hinn bóginn minnti ráðherrann á mikilvægi þess að kanna hvernig hægt verði að styðja við frjálsan fjölmiðlamarkað á Íslandi. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu utan dagskrár í dag um stöðu fjölmiðla á landinu í ljósi frétta af kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlahluta 365. Hann spurði hvort að um brunaútsölu væri að ræða og hvort rétt sé að það sé ríkisbankinn Landsbankinn sem standi á bak við kaupin. Guðni spurði hvort ekki væri réttara að skipta fjölmiðlunum upp og selja. Þá spurði Guðni að lokum hvort menntamálaráðherra telji fyrirhugaða samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ásættanlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, svaraði Guðna og minnti á það að þverpólitísk sátt hafi náðst á sínum tíma um fjölmiðla. Það frumvarp hafi hinsvegar aldrei orðið að lögum og nú blasi við að einn maður geti orðið nær einráður á fjölmiðlamarkaði, sem væri grafalvarlegt mál. Þorgerður sagði einnig að svo virtist sem Landsbankinn hafi átt frumkvæðið að því að koma kaupum Rauðsólar á 365 í kring. Miklu skipti að sem mest gagnsæi ríki í bankakerfinu og ekki sé gott að óþarfa tortryggni skapist. Því sé lykilatriði að stjórn og stjórnendur Landsbankans útskýri fyrir þjóðinni hvernig í málinu liggi. Þorgerður minnti einnig á þá alvarlegu stöðu sem nú væri uppi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Auglýsingamarkaður hafi því sem næst hrunið og benti hún á að þegar hafi verið boðað að Skjár 1 hætti rekstri. Þá sagði Þorgerður að sá starfshópur sem skipaður verði og á að hefja störf í vikunni muni meðal annars skoða þá samþjöppun sem „átti sér stað um helgina. Hins vegar verður einnig að skoða stöðu fjölmiðla með tilliti til Ríkisútvarpsins," sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG tók næst til máls og sagði umræðuna þarfa. Hún mælti með því að rykið yrði dustað af því fjölmiðlafrumvarpi sem pólitísk sátt náðist um á sínum tíma. Hún sagði einnig að ef svo færi að RÚV myndi hverfa af auglýsingamarkaði yrði að tryggja stofnuninni fjármagn með öðrum leiðum. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sté næstur í pontu og benti á að ef fyrirhuguð sameining Fréttablaðsins og Morgunblaðsins verði samþykkt af hálfu Samkeppniseftirlits sé „eitthvað mikið að á Íslandi." Hann sagði samrunann ekki standast 17. grein samkeppnislaga. Og fari svo að Samkeppniseftirlitið banni samruna blaðanna þá væri staðan í raun að mestu óbreytt frá því sem er í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef af viðskiptunum verði stefni í mestu samþjöppun á fjölmiðlamarkaði sem sést hafi á Íslandi sem eigi sér ekki samjöfnuð í hinum vestræna heimi. Slíkt geti ekki verið lýðræðislegri umræðu til framdráttar, burtséð frá því hver eigandinn sé. Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum, tók undir með Helga Hjörvar og sagði ljóst að hugmyndin fari augljóslega í bága við samkeppnislög. Guðni Ágústsson tók að síðustu aftur til máls og sagði það á valdi ráðherra að stöðva þessi fyrirhuguðu viðskipti. „Ég fer fram á að gjörningurinn verði stöðvaður," sagði Guðni og sagðist binda vonir við samkeppnismálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson í því sambandi. Menntamálaráðherra tók síðust til máls á ný og undirstrikaði hve varhugavert það væri að afhenda einum aðila nær allan auglýsingamarkaðinn á silfurfati. Á hinn bóginn minnti ráðherrann á mikilvægi þess að kanna hvernig hægt verði að styðja við frjálsan fjölmiðlamarkað á Íslandi.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira