Innlent

Segja Reykjavík á krossgötum og vilja sókn

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg efni til samvinnu og samráðs við mótun nýrrar atvinnustefnu og stuðning við sóknarfæri Reykjavíkur til framtíðar. Tillöguan ber yfirskriftina Reykjavík á krossgötum.

Í tillögunni er lagt til að borgin hafi forystu um tillögugerð á fimm lykilsviðum í samvinnu við ríkisstjórn, ráðuneyti, samningsaðila á vinnumarkaði, háskóla, ungt fólk og frumkvöðla.

Tillagan gerir ráð fyrir að Reykjavíkurborg efni til víðtækrar stefnumótunar og samráðs við samtök í atvinnulífi og fulltrúa fyrirtækja til að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar og skilgreina hvernig Reykjavíkurborg geti stuðlað að aukinni samkeppnishæfni og uppbyggingu blómlegs atvinnulífs til skamms og langs tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×