Fleiri fréttir

Stjórnin einróma um ráðningu Þorsteins

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gær þar sem sagt var frá ráðgjafarstörfum Þorsteins Siglaugssonar fyrir REI. Hjörleifur bendir á að Þorsteinn hafi verið ráðinn af stjórn REI og að laun hans hafi verið í fullu samræmi við „það sem tíðkast á ráðgjafamarkaði.“

Matthías skipaður landlæknir tímabundið

Matthías Halldórsson, sem verið hefur aðstoðarlandlæknir síðastliðin 18 ár, hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. 1. nóvember lét Sigurður Guðmundsson af starfi sem landlæknir eftir tíu ár í embætti. Sigurður hefur tekið til starfa forseti nýstofnans heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Þorgerður Katrín: Við erum ekki gjaldþrota

„Við erum ekki gjaldþrota, en við eigum minna heldur en áður og það er bara eins og lífið er," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hún og Kristján Arason eiginmaður hennar, áttu hlut í Kaupþingi í gegnum félag þeirra, 7 hægri ehf. Þorgerður segir að langt sé síðan að til þessa félags hafi verið stofnað.

Ný bankaráð líkleg í vikunni

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það verði að líkindum gengið frá því í þessari vikur hverjir muni skipa bankaráð hinna nýju ríkisbanka.

Hugmynd um sölu á dvalarheimili aldraða dæmir sig sjálf

Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi í framkvæmdaráði, gefur ekki mikið fyrir þá hugmynd að Reykjavíkurborg selji dvalarheimilið Droplaugarstaði. ,,Hugmyndin hlýtur að afgreiða sig sjálf."

Vinstri grænir funda um Evrópumál

,,Vinstri græn hafa lengi haft áhuga á því að víkka út umræðuna um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á opinberum vettvangi er oftast rætt um þessi mál út frá efnahagslegum forsendum en Evrópusambandsaðild felur annað og meira í sér en myntbandalagið," segir á heimasíðu flokksins.

Sjálfstæðisþingmaður vill afsögn seðlabankastjóra og bankaráðs

„Nú ríkir hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabankastjóra né bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir er þar sitja að víkja svo hægt verði að byggja upp traust og trúnað á ný," ritar Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Hingað og ekki lengra."

Þingfestingu í ákæru á hendur Benjamín Þór aftur frestað

Fresta varð í morgun í annað sinn á skömmum tíma þingfestingu í máli ákæruvaldsins á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara fyrir að hafa hótað og barið Ragnar Ólaf Magnússon. Fjallað var um árásina í Kompásþætti fyrr í haust þar sem tekinn var fyrir heimur handrukkara.

Brutu rúðu á heimili lögreglumanns til að hefna fyrir afskipti

Par sem lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af um helgina undi því heldur illa eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumaður hafði haft afskipti af því aðfaranótt laugardagsins en að morgni þess dags var rúða brotin á heimili lögreglumannsins. 365

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi vilja í ESB

Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi vill að hafnar verði viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu og upptöku evru. Þetta kemur fram í ályktun frá þinginu sem samþykkt var í gærkvöld.

Innbrotsþjófar víða á ferð í nótt

Hrina innbrota gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og náði lögreglan nokkrum þjófum. Innbrotsþjófur var gripinn í íbúð við Vesturgötu þar sem hann ætlaði að stela fartölvu, bókum og fleiru. Húsráðandi vaknaði og gat hringt í lögreglu.

Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum

Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir.

Segir Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er harðorður í garð þeirra auðmanna sem eiga fjölmiðlana á Íslandi. Í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í dag sagði hann Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna og sakaði fjölmiðlamenn á Ríkisútvarpinu um meðvirkni og hræðslu í garð auðmanna.

Búið að handtaka innbrotsþjóf Pálma - nýsloppinn úr fangelsi

Lögreglan handtók í dag Jón Einar Randversson sem braust inn á heimili Pálma Haraldssonar eiganda Securitas um miðjan dag í gær. Vísir sagði frá innbrotinu fyrr í dag og birti mynd af innbrotsþjófinum úr öryggismyndavél á heimili Pálma. Jón Einar hlaut sex mánaða fangelsisdóm árið 2007 en hann var m.a hluti af svokölluðu Árnesgengi sem fór í ránsferð um landið. Sá dómur bættist við fjórtán mánaða dóm sem Jón hlaut í nóvember árið 2006 vegna líkamsárása og fleiri dóma. Hann fótbraut einnig Hákon Eydal í árás innan veggja Litla Hrauns á þessu ári.

Framsóknarmenn vilja að forsætisráðherra segi af sér

Framsóknarfélag Akranes lýsir miklum áhyggjum að stórauknu atvinnuleysi, aukinni verðbólgu, falli krónunnar og hruni fjármálakerfisins. Framsóknarfélag Akranes leggur áherslu á mikilvægi öflugs atvinnulífs, nýsköpunar og þróunar. Framsóknarfélag Akranes hvetur stjórnvöld til þess að beita öllum tiltækum úrræðum til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot heimila og fyrirtækja.

Víða hálka á Suðurlandi

Það eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka á Suðurlandi. Vegur er þó auður bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði þar sem einnig er éljagangur , en að öðru leyti eru vegir auðir á Vesturlandi.

Segir misskilnings gæta um hlutverk Valtýs og Boga

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir misskilnings gæta um hlut Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara og Boga Nilssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, um að verkefni þeirra sé að rannsaka eða stjórna rannsókn einstakra mála, sem kunna að spretta af hruni bankanna og vísað er til lögreglu.

Landsframleiðsla rýrnar um 116 milljarða

Landsframleiðslan mun rýrna um 116 milljarða vegna hruns bankakerfisins. Fyrir það fé væri unnt að greiða fyrir allt almannatrygingakerfið og gott betur.

Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR

Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest.

Takmörkun á eignarhaldi er pólitísk ákvörðun

Ákvörðun um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla er pólitísks eðlis, segir Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður. Eins og komið hefur fram hefur stjórn 365 hf samþykkt að selja Rauðsól, félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjölmiðlahluta 365 auk 36,5% hlut í Árvakri.

3500 þakklátir Færeyingum

Meira en 3500 manns hafa ritað nafn sitt á vefsíðu þar sem Færeyingum er þakkað fyrir veitta aðstoð.

Vatnssala Jóns á áætlun

,,Salan hefur gengið ágætlega og það er allt samkvæmt áætlun. Við búum við sömu vandamál og aðrir og auðvitað finnum við fyrir því að Ísland er ekki eins vinsælt," segir Jón Ólafsson einn af eigendum Icelandic Water Holdings sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi.

Átökin kristallast í Davíð og Þorgerði Katrínu

,,Ástandið í Sjálfstæðisflokknum kristallast í átökunum milli Davíðs seðlabankastjóra og Þorgerðar Katrínar varaformanns flokksins. Þau senda spjótin á víxl hvort á annað," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins á heimasíðu sinni.

Brotist inn hjá eiganda Securitas

Brotist var inn á heimili Pálma Haraldssonar kaupsýslumanns um miðjan dag í gær. „Þetta var óheppnasti innbrotsþjófur í heimi," segir Pálmi. Hann bendir á að myndavélar séu í hverju horni á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur.

Sektaðir fyrir fíkniefnaakstur á Suðurlandsvegi

Tveir menn voru í dag sektaðir um samtals 450 þúsund krónur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot í sumar. Annar mannanna var tekinn á Suðurlandsvegi, austan við Strönd á Rangárvöllu.

Mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins mánaðar fangelsi og svipt hann ökuleyfi ævilanGt fyrir að hafa ekið bifreið í tvígang undir áhrifum fíkniefna.

Samið um markalínur vegna olíumála

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jónas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu í dag samning milli landanna um kolvetnisauðlindir, eins og olíu og gas, sem kunna að liggja yfir markalínur.

Vilja að dómari víki í máli Jóns

Til stóð að munnlegur málflutningur yrði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns og þriggja annarra á ákæru um skattalagabrot. Þinghaldið tók breytta stefnu þegar fyrri frávísunarkrafa var ekki til meðferðar heldur önnur og ný.

Norðmenn tilbúnir að miðla málum í deilu Íslendinga og Breta

Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Norðmenn tilbúna til þess að miðla málum í deilu Íslendinga og Breta vegna Icesave-reikninganna. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans og Geirs H. Haarde forsætisráðherra eftir fund þeirra í Ráðherrabústaðnum í dag.

Sektaðir fyrir árás í garðyrkjustöð

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað tvo átján ára pilta um 60 þúsund krónur hvorn fyrir að hafa í sameiningu ráðist á þriðja manninn með höggum í garðyrkjustöð í Laugarási.

Sjá næstu 50 fréttir