Innlent

Þrír karlmenn í haldi vegna nauðgunar í heimahúsi

Þrír menn voru handteknir í morgun í tengslum við nauðgunina.
Þrír menn voru handteknir í morgun í tengslum við nauðgunina.

Þrír karlmenn voru handteknir í morgun í tengslum við nauðgun á 17 ára gamalli stúlku í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að mennirnir verði yfirheyrðir í kvöld en búið er að leggja fram kæru á hendur þeim.

„Þetta er mál sem kom upp snemma í morgun og hefur verið í rannsókn síðan," segir Björgvin.

Hann segir mennina ekki hafa komið við sögu lögreglunnar í sambærilegu máli áður en vill annars lítið gefa upp um þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×