Innlent

Gistinætur nærri 1,1 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins

MYND/Páll Bergmann

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 121.700 eða eitt þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Fjölgun varð í flestum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Austurlandi og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, eða í kringum fimmtung.

Þegar horft er til fyrstu níu mánaða ársins kemur í ljós að gistnæturnar voru um ein milljón og 90 þúsund sem eru um 20 þúsund fleiri gistinætur en á sama tímabili í fyrra. Fjölgun varð á Suðurlandi um níu prósent og á Austurlandi um sex prósent milli ára. Gistinætur stóðu í stað eða fjölgaði á öðrum landsvæðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×