Innlent

Frumvarp um aðgerðir gegn atvinnuleysi lagt fram

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og trygginarmálaráðherra hefur formlega lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðarsjóð launa.

Með því á að bregðast við yfirstandandi erfiðleikum á atvinnumarkaði. Í frumvarpinu felst meðal annars að skerðing atvinnuleysisbóta vegna hlutastarfs verður felld niður og þá verður tímabilið sem tekjutengdar atvinnuleysisbætur nær yfir lengt hlutfallslega þegar launafólk sækir um atvinnuleysisibætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Ef starfshlutfall minnkar til að mynda úr 100 prósentum í 50 lengist tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×