Innlent

Meiddist þegar grjót féll á bíl á Óshlíð

MYND/Brynjar Gauti

Ökumaður meiddist, en þó ekki alvarlega, þegar grjót féll úr Óshlíðinni skömmu fyrir klukkan átta í morgun og lenti á bílnum.

Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar og skoðunar en bíllinn skemmdist svo mikið að það þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Vegagerðarmenn hreinsuðu svo veginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×