Innlent

Lífsýni í rannsókn vegna meintrar nauðgunar

MYND/GVA

Lögregla hefur tekið lífsýni úr fjórum mönnum á þrítugsaldri og 17 ára stúlku vegna rannsóknar á því hvort mennirnir hafi nauðgað stúlkunni. Engin játning liggur fyrir í málinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun fjórða manninn í gæsluvarðhald vegna málsins en hinir þrír voru úrskurðaðir í varðhald í gær. Allir sitja þeir í varðhaldi fram á þriðjudag í næstu viku.

Stúlkan hafði sjálf samband við lögreglu snemma í gærmorgun. Hún gat gefið lögreglunni upp númer á bíl ódæðismannanna. Bifreiðin var síðan stöðvuð skömmu síðar og voru þrír mannanna handteknir þar og sá fjórði síðar í gær.

Lífsýni hafa verið tekin úr þeim og stúlkunni og eru þau í rannsókn. Þá er verið að yfirheyra vinkonu stúlkunnar en hún var um stund í sama húsi og verknaðurinn var framinn. Á þessu stigi liggur ekki fyrir nein játning af hálfu mannanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×