Innlent

Umferðarslysum fækkar í Kópavogi

Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð í Kópavogi það sem af er árinu. Fyrstu átta mánuði ársins voru 38 slys af þessu tagi skráð hjá lögreglu en á sama tímabili árið 2007 voru þau 45.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að þetta sé samræmi við jákvæða þróun annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en fækkunin í umdæminu öllu nemur um 15%.

,,Í þeim samanburði er reyndar átt við fyrstu sjö mánuði áranna 2007 og 2008 en byggt er á upplýsingum frá Umferðarstofu. Þetta eru mjög góðar fréttir og sannarlega athyglisverðar en margt kemur til m.a. aukinn sýnileiki lögreglu."


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×