Innlent

Ljósin biluð á stærstu gatnamótum landsins

Búast má við einhverjum töfum við stærstu gatnamót landsins nú í eftirmiðdaginn þar sem umferðarljósin þar biluðu.

Um er að ræða gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og stjórnar lögreglan nú umferð þar. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang en ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu langan tíma tekur að gera við ljósin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×