Geir: Icesave-hneykslið má aldrei koma fyrir aftur 4. nóvember 2008 15:39 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að koma verði í veg fyrir að Icesave-hneykslið, eins og hann orðar það, geti nokkurn tíma komið upp aftur. Þetta sagði ráðherrann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, benti á í fyrirspurn sinni að sorglegt væri að koma hefði mátt í veg fyrir hrun fjármálakerfisins og vaxandi erfiðleika efnahagskerfisins. Ef löggjafinn hefði reist nauðsynlega múra fyrir almenning þá hefði Icesave-hneykslið ekki orðið að veruleika. Vísaði hann þar til deilna íslenskra og breskra stjórnvalda um ábyrgð á innistæðum á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.Við stæðum nú frammi fyrir því að endurreisa fjármálakerfið og þá skipti máli hvernig lagaumhverfið væri. Spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri reiðubúinn að efna til pólitísks samstarfs um nýtt lagaumhverfi fyrir íslenska fjármálakerfið. Geir H. Haarde svaraði því til að lagaumgjörðim hér á landi byggðist á samevrópskum reglum. Hún hefði reynst gölluð eins og við og fleiri hefðu komist að og Íslendingar ættu að taka forystu um að breyta því sem sneri að okkur.Sagði hann enn fremur að tryggja yrði að það sem þingmaðurinn hefði kallað réttilega Icesave-hneykslið kæmi aldrei upp aftur. Sagði hann enn fremur að eitt og annað úr regluverkinu hefði ekki reynst vel og hefðu Íslendingar brennt sig illa á krosseignarhaldi. Koma þyrfti í veg fyrir að regluverkið yrði misnotað í framtíðinni. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að koma verði í veg fyrir að Icesave-hneykslið, eins og hann orðar það, geti nokkurn tíma komið upp aftur. Þetta sagði ráðherrann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, benti á í fyrirspurn sinni að sorglegt væri að koma hefði mátt í veg fyrir hrun fjármálakerfisins og vaxandi erfiðleika efnahagskerfisins. Ef löggjafinn hefði reist nauðsynlega múra fyrir almenning þá hefði Icesave-hneykslið ekki orðið að veruleika. Vísaði hann þar til deilna íslenskra og breskra stjórnvalda um ábyrgð á innistæðum á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.Við stæðum nú frammi fyrir því að endurreisa fjármálakerfið og þá skipti máli hvernig lagaumhverfið væri. Spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri reiðubúinn að efna til pólitísks samstarfs um nýtt lagaumhverfi fyrir íslenska fjármálakerfið. Geir H. Haarde svaraði því til að lagaumgjörðim hér á landi byggðist á samevrópskum reglum. Hún hefði reynst gölluð eins og við og fleiri hefðu komist að og Íslendingar ættu að taka forystu um að breyta því sem sneri að okkur.Sagði hann enn fremur að tryggja yrði að það sem þingmaðurinn hefði kallað réttilega Icesave-hneykslið kæmi aldrei upp aftur. Sagði hann enn fremur að eitt og annað úr regluverkinu hefði ekki reynst vel og hefðu Íslendingar brennt sig illa á krosseignarhaldi. Koma þyrfti í veg fyrir að regluverkið yrði misnotað í framtíðinni.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira