Fleiri fréttir

Persónuvernd skoðar skilmála Kaupþings

Persónuvernd skoðar nýlegar breytingar á kortaskilmálum Kaupþings sem gera bankanum kleift að safna saman persónuupplýingum um viðskiptavini sína og selja þær áfram til annarra fyrirtækja. Mögulegt er að skilmálarnir feli í sér nauðungarsamninga.

Ólafur F: Flugvallarstarfsemin í sjálfheldu

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að núverandi staða í málefnum Reykjavíkurflugvallar sé erfið fyrir alla aðila, jafnt þá sem vilja sjá flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og þá sem vilja að hann fari. Hann segir flugvallarstarfsemina vera í sjálfheldu vegna þeirrar óvissu sem málið er í.

Póstverslun með lyf verði heimiluð

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lyfjalögum sem miða að því að auka samkeppni á lyfjamarkaði og þjónustu við neytendur eins og segir í greinargerð.

Hæstiréttur staðfestir farbann yfir sundlaugarperra

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um farbann yfir manninum sem handtekinn var í sundmiðstöð Keflavíkur þann 24.febrúar. Maðurinn var dæmdur í farbann til 9.apríl. Hann reyndi að komast úr landi.

Svandís: Keisarinn er ekki í neinum fötum

Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn segir að fyrirhugaðar þjónustugreiðslur til handa þeim foreldrum sem eru með börn á biðlistum á leikskólum borgarinnar sé kvennagildra. Hún segir meirihlutann rúinn trausti og að hann lifi í sýndarveruleika.

Gert ráð fyrir miklum framkvæmdum á Akureyri

Byggingu Hofs menningarhúss, fyrri áfanga Naustaskóla og fimleikahúss verður lokið á árinu 2009. Unnið verður áfram að uppbyggingu íþróttasvæða í tengslum við væntanlegt landsmót UMFÍ. Þetta kemur fram í þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar, sem lögð er fram í bæjarstjórn í dag.

Vill kanna til hlítar rafræn ökklabönd

Dómsmálaráðherra telur að hægt sé að hafa betra eftirlit með kynferðisafbrotamönnum á reynslulausn með rafrænum ökklaböndum. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Ríkislögreglustjóri varar við Netfjársvikurum

Ríkislögreglustjóri varar við netsíðum sem gefa í skyn að sá sem þær skoðar hafi unnið stóran lottóvinning. Eru slíkar síður nú í sumum tilvikum á íslensku. Er fólk hvatt til að gefa ekki upplýsingar um sig á netsíðum af þessu tagi.

Stærstur hluti skulda þjóðarbúsins hjá fjármálastofnunum

Stærstur hluti skulda þjóðarbúsins eru skuldir fjármálastofnana sem fengið hafa frelsi til þess að athafna sig, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í utandagskrárumræðu um stöðu efnahags-, atvinnu- og kjaramála á Alþingi í dag.

Umhverfisráðherra átti fund með umhverfisstjóra Evrópusambandsins

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra átti fund með Stavros Dimas, umhverfisstjóra Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Umræðuefni fundarins var stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum, væntanlegar samningaviðræður um nýjan alþjóðasaming um loftslagsmál og löggjöf á sviði umhverfismála.

Dagur: Borgarstjóri rökræðir við sjálfan sig

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að í ræðu sinni í borgarstjórn í dag hafi Ólafur F. Magnússon borgarstjóri staðið í rökræðum við sjálfan sig.

Flugdólgurinn kvartaði yfir fiskilykt

Íslenski flugdólgurinn sem handtekinn var í Skotlandi kvartaði sárann yfir fiskilykt sem var í vélinni. Farþegi sem var um borð segir hann einnig hafa sagst vilja sprengja vélina í loft upp. Dólgurinn var færður út í handjárnum.

Einar K: Óþolandi rangfærslur umhverfissamtaka

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í ræðu í Lilleström í dag að rangfærslur þekktra umhverfissamtaka um stöðu hvítfisksstofna væru óþolandi. Ráðherrann er staddur í Noregi á sjávarútvegsráðstefnu og þar lét hann þessi orð falla um samtökin og sagði þau láta einskis ófreistað til að koma málstað sínum á framfæri.

Tæpur helmingur á nagladekkjum

Hlutfall negldra hjólbarða reyndist vera 44% á móti 56% ónegldra þegar talning fór fram í gær. Á sama tíma í fyrra voru 47% ökutækja á negldum hjólbörðum.

Stjórnarfrumvörp hafa forgang á nýtt eftirlaunafrumvarp

Sú vinnuregla að láta stjórnarfrumvörp og frumvörp frá forsætisnefnd hafa forgang í allsherjarnefnd kemur í veg fyrir að frumvarp um breytingar á eftirlaunum æðstu embættismanna fái framgang. Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, á Alþingi í dag.

Hafnfirðingar orðnir 25 þúsund

Hafnfirðingar náðu þeim áfanga í lok síðustu viku að verða 25 þúsund talsins og var tuttugu og fimm þúsundasti Hafnfirðingurinn heiðraður að því tilefni.

Sortuæxli tífalt algengari en fyrir áratug

Tíðni sortuæxla hér á landi hefur tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum og er þau nú algengasta tegund krabbameins hjá ungum konum. Landlæknir segir að aukninguna megi rekja að stórum hluta til notkunar ljósabekkja.

Stækkun Kringlunnar tefst vegna sviptinga í borgarstjórn

Áform um stækkun Kringlunnar hafa tafist vegna sviptinga í borgarstjórn, segir framkvæmdastjóri Landic Property á Íslandi sem á stærstan hluta verslunarkjarnans. Hann vonast til að nýi meirihlutinn í borginni taki málið föstum tökum.

Skriða verðhækkana gengur yfir

Skriða verðhækkana gengur nú yfir í matvöruverslunum og dæmi eru um hækkanir upp á 5 til 10 prósent að sögn formanns Neytendasamtakanna. Hann óttast frekari hækkanir á næstunni.

Reynt að finna lausn á málum Iceland Express

Upplýsingafulltrúi Flugstoða segir að þar á bæ séu menn að ráða ráðum sínum í framhaldi af úrskurði Skipulagsfulltrúa. Beiðni þeirra um að fá að reisa 500 fermetra bráðabirgðaaðstöðu fyrir innanlandsflug Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli var hafnað eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Rífandi gangur í hrognatöku

Á sunnudagskvöldið klukkan 23 hófst hrognataka hjá Ísfélaginu í Vestamannaeyjum. Útlitið er gott að mati Eyjamanna þrátt fyrir loðnustoppið.

Vilja að matvörurhækkanir verði rannsakaðar

Stjórn Neytendasamtakann hefur ákveðið að leita bæði til forsætisráðherra og Samkeppniseftirlitsins þar sem samtökin hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði, bæði hækkunum sem þegar hafa orðið en einnig hækkunum sem boðaðar hafa verið.

Varað við gufuvirkni í kringum Gunnuhver

Gufuvirkni á hverasvæðinu við Gunnuhver á Reykjanesi hefur aukist og breiðst út að undanförnu og hvetja Almannavarnir fólk til að sýna fulla aðgæslu í grennd við svæðið.

Frækilegur sigur Björns

FIDE-meistarinn Björn Þorfinnsson (2344) gerði sér lítið fyrir og sigraði stigahæsta keppanda Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins Yue Wang frá Kína (2698) örugglega í fyrstu umferð Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld. Um er að ræða einn stigahæsta skákmann sem Íslendingur hefur unnið

Stafnás segir upp 95 manns

Byggingarfyritækið Stafnás hefur sagt upp rúmlega 95 starfsmönnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps í kvöld. Meirihluti þeirra sem sagt var upp eru Pólverjar. Þetta er ein fjölmennasta hópuppsögn há byggingarfyrirtæki í áraraðir.

Sjá næstu 50 fréttir