Innlent

Ekki búist við fleiri hópuppsögnum í byggingariðnaði

Finnbjörn A. Hermannsson.
Finnbjörn A. Hermannsson. MYND/GVA

Ekki er vitað til þess að byggingaverktakar ætli sér að fara í fjöldauppsagnir á næstunni, að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar. Hann vonast til þess að málefni Stafnáss sé einsdæmi.

Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að byggingarfyritækið Stafnás hefði sagt upp rúmlega 95 starfsmönnum. Um var að ræða eina fjölmennastu hópuppsögn há byggingarfyrirtæki í áraraðir. Meirihluti þeirra sem sagt var upp eru Pólverjar.

„Stafnás var komið í greiðsluerfiðleika, sem er væntanlega eitthvað tengt þvi að bankarnir eru farnir að draga saman seglin. Það eru engin teikn á lofti um að fleiri aðilar muni fylgja í kjölfarið, en ef þetta ástand á bankamarkaði verður viðvarandi þá má búast við því að einhver fyrirtæki lendi í vandræðum," sagði Finnbjörn í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×