Innlent

Utanríkisráðherra á samráðfundi norrænna og afrískra ráðherra

MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók þátt í árvissum samráðsfundi afrískra og norrænna ráðherra sem lauk í Gaborone í Botsvana í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að að Anna Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, hafi verið frumkvöðull að þessu samstarfi allra norrænna ríkja og þeirra 10 Afríkuríkja sem þá töldust hafa náð lengst í uppbyggingu lýðræðis og stjórnfestu. Þessi ríki eru Benín, Botsvana, Gana, Lesótó, Malí, Mósambík, Nígería, Senegal, S-Afríka og Tansanía.

Ingibjörg Sólrún hafði framsögu um umbætur í skipulagi og störfum Sameinuðu þjóðanna og um öryggisráðið. Þá var rætt um loftslagsmál, öryggi og frið í Afríku og tengsl lýðræðis og alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá átti utanríkisráðherra ýmsa tvíhliða fundi með starfssystkinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×