Innlent

Hringskyrfi hugsanlega á fjórum bæjum á Norðurlandi

Smitsjúkdómurinn hringskyrfi sem smitast getur úr dýrum í menn, virðist hafa stungið sér niður á fjórum bæjum á Norðurlandi. Héraðsdýralæknir lýsir áhyggjum og hvetur til aðgæslu.

Stöð 2 sagði frá því í september síðastliðnum að húðsjúkdómurinn hringskyrfi hefði stungið sér niður í einum nautgrip á bæ í Eyjafirði. Býlið var sett í einangrun en skömmu síðar greindist annað tilfelli í Eyjafjarðarsýslu. Nú hefur þriðja tilfellið greinst í Skagafirði og rökstuddur grunur er um fjórða tilfellið einnig í Skagafirði.

Hringskyrfi er sveppasjúkdómur sem leggst á húð og smitast með snertingu. Héraðsdýralæknir telur ekki ennþá tímabært að ræða bólusetningu en útilokar ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×