Innlent

Rífandi gangur í hrognatöku

Þessir stafsmenn Ísfélagsins skemmtu sér vel við hrognatöku í morgun.
Þessir stafsmenn Ísfélagsins skemmtu sér vel við hrognatöku í morgun. MYND/Gísli Óskarsson

Á sunnudagskvöldið klukkan 23 hófst hrognataka hjá Ísfélaginu í Vestamannaeyjum. Útlitið er gott að mati Eyjamanna þrátt fyrir loðnustoppið.

Ísfélagið er búið að taka um 1500 tonn en félagið var með 2200 tonn í fyrra. Reiknað er að verðmætið sé bara í þessu um 500 milljónir og munar um minna fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar.

Starfsfólkið í Ísfélaginu er ánægt með árangurinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×