Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla lögregluþjón

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelis fyrir að skalla lögregluþjón.

Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Akureyri í desember síðastliðnum en þar hafði lögreglumaðurinn afskipti af manninum. Var höggið svo þungt að lögreglumaðurinn hlaut heilahrinsting.

Maðurinn játaði brot sitt og sagðist fyrir dómi iðrast þess. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar en jafnframt að lögreglumaðurinn hlaut heilahristing í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×