Innlent

Varað við stórhríð á Holtavörðuheiði

Frá Holtavörðuheiði. Úr myndasafni.
Frá Holtavörðuheiði. Úr myndasafni. MYND/GVA

Vegagerðin varar við stórhríð á Holtavörðuheiði og óveðri á milli Borgarness og Hvanneyrar. Þá er fólk beðið að vera vakandi fyrir aukinni hálku þar sem er að hlána. B

ent er á í tilkynningu Vegagerðarinnar að hálka og skafrenningur sé á Hellisheiði og sömuleiðis er hálka í Þrengslum líkt og víðast hvar á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir en þæfingur á Bröttubrekku og austan við Stykkishólm. Þá er hríðarveður bæði á Fróðárheiði og Vatnaleið. Enn fremur er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingsfærð í nágrenni Hólmavíkur en mokstur stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×