Innlent

Sigurður Emil Þorsteinsson ók ekki á ljósastaur og brunahana

Karlmaður úr Reykjavík hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 300 þúsund króna sekt, eða sæta 20 daga fangelsi, fyrir umferðarlagabrot. Þann 17 mars í fyrra ók maðurinn bifreið um Skógarsel í Breiðholti undir áhrifum áfengis þangað ti akstri lauk á bifreiðastæði við Teigasel. Maðurinn ók svo óvarlega að bifreiðinni var ekið á ljósastaur og brunahana með þeim afleiðingum að skemmdir hlutust á þeim.

Samkvæmt frumskýrslu barst lögreglunni um það tilkynning að bifreið mannsins hefði verið ekið á staur í Skógarseli, gegnt íþróttahúsi ÍR, og síðan frá vettvangi. Hafi lögreglumenn farið að heimili ákærða. Hafi þeir fundið bifreiðina þar mannlausa á bílastæði við húsið, en nýleg hjólför hafi verið þar í snjónum eftir hana, auk þess sem vél og púströr hafi verið heit. Er þeir hafi knúið dyra á heimili ákærða, hafi hann tekið á móti þeim, klæddur náttslopp.

Hann hafi neitað að hafa ekið ökutækinu en sagt í byrjun að maður, sem hann teldi að héti Sigurður Emil Þorsteinsson, hefði ekið bifreiðinni. Hann hafi þó ekkert vitað frekari deili á þeim manni og við athugun lögreglu hafi maður með þessu nafni ekki fundist í þjóðskrá. Hafi ákærði í framhaldi ýmist sagst hafa verið farþegi í bifreiðinni, er áreksturinn varð, eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×