Fleiri fréttir Leirgos í Gunnuhver Nú undanfarið hafa orðið nokkrar breytingar á virkni hverasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Gufuvirkni á hverasvæðinu hefur aukist og breiðst nokkuð út auk þess sem suða í leirhverum hefur aukist. Fólk er hvatt til að gæta fyllstu varúðar ef það fer um svæðið. 3.3.2008 17:01 Jafnræðisregla brotin með aðstoðarmannafrumvarpi? Deilt var um það á Alþingi í dag hvort það stangaðist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að ekki fengju allir þingmenn aðstoðarmenn með nýju frumvarpi um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. 3.3.2008 16:40 Keflavíkurflugvöllur á kafi Það snjóaði gríðarlega mikið á Suðurnesjum um helgina. Farþegum sem voru að koma heim frá útlöndum og ferðuðust um Leifsstöð hefur sjálfsagt brugðið þegar þeir komu að bílum sínum snæviþöktum í gær. 3.3.2008 16:31 Erfiðleika SMFR má rekja til 30 milljóna króna halla Erfiðleika Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi má rekja til 30 milljóna króna halla á rekstrinum sem verið er að reyna að leysa. 3.3.2008 16:17 Ánægður með niðurstöðu í DC++ máli Rétthafar tónlistar og myndefnis lýsa yfir ánægju sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem fallist var á kröfu ákæruvaldsins og allir einstaklingar sem ákærðir voru, í hinu svo kallaða DC++ máli, sakfelldir fyrir margvísleg brot á höfundarétti. 3.3.2008 15:50 Hækkanir á aðföngum bitna fyrr eða síðar á almenningi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir hækkanir á aðföngum í landbúnaði, eins og áburði og fóðri, munu fyrr eða síðar bitna á almenningi, annaðhvort í hærra verði á landbúnaðarvörum eða í gegnum ríkissjóð. 3.3.2008 15:42 Framferði Ísraela óafsakanlegt Framferði Ísraela á Gasasvæðinu er óafsakanlegt og ríkisstjórnin fordæmir það. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. 3.3.2008 15:26 Kennari stefnir Mýrarhúsaskóla og foreldri nemanda síns Kennari við Mýrarhúsaskóla hefur stefnt Seltjarnarnesbæ og móður eins nemandans þar vegna slyss sem hún varð fyrir á árinu 2005. 3.3.2008 15:08 Vilja nýja flutningslínu á Suðurnesjum Hitaveita Suðurnesja gerir kröfu um að byggð verði nýr flutningslína frá Hamranesi til Suðurnesja til þess að auka afhendingaröryggi á raforku frá félaginu. 3.3.2008 14:51 Hugðist smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í sautján ára stúlku til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. 3.3.2008 14:35 Sjávarútvegsráðherra eykur loðnukvótann Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur orðið við tilmælum Hafrannsóknastofnunar og aukið loðnukvótann um 50 þúsund tonn. 3.3.2008 14:31 Þjónustufulltrúi útbjó 781 tilhæfulausan reikning Höfuðpaur fjársvikamálsins í Tryggingastofnun, sem greint var frá í morgun, er 45 ára gömul kona úr Reykjavík. Hún er ákærð fyrir fjársvik í opinberu starfi, sem framin voru á tímabilinu 2. janúar 2002 til 9. júni 2006, á meðan konan starfaði sem þjónustufulltrúi hjá stofnuninni. 3.3.2008 14:05 Íslendingar og Íranar hyggja á nánara samstarf Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins hitti Manouchehr Mottaki utanríkisráðherra Írans í Teheran í gær. Íranskir miðlar greina frá fundinum og þar sagði ráðherrann meðal annars að sjálfstæð stefna Íslands gerði það kleift að efla tvíhliða samskipti ríkjanna. Mottaki sagði ýmsa möguleika á samstarfi ríkjanna og þar nefndi hann bifreiðaframleiðslu og stíflugerð sérstaklega. 3.3.2008 13:54 Fresta því að rífa Gullfaxa Niðurrifi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, hefur verið frestað um tvo mánuði en vélin er nú í flugvélakirkjugarði í Rosswell í Bandaríkjunum. 3.3.2008 13:35 Loðnukvótinn verði aukinn um 50 þúsund tonn Hafrannsóknarstofnun leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra að loðnukvótinn á yfirstandandi vertíð verði aukinn um 50 þúsund tonn í ljósi þess að aukin loðna hefur mælst við landið. 3.3.2008 13:20 Níu sakfelldir í DC++ máli Níu menn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldir fyrir brot á höfundalögum fyrir að hafa dreift ýmiss konar efni með skráarskiptaforritinu DC++. Ríkislögreglustjóri höfðaði mál á hendur mönnum og hlaut einn mannanna 30 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingu yfir hinum var frestað og fellur hún niður ef þeir halda skilorð í tvö ár. 3.3.2008 13:07 Vítisengill bíður eftir dómsmálaráðherra Einn af Vítisenglunum sem vísað var úr landi í nóvember á síðasta ári hefur kært frávísunina og bíður nú eftir svari frá dómsmálaráðuneytinu. 3.3.2008 13:01 Formaður Bændasamtakanna tekur undir orð forsetans um sáttmála Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segist vera sammála Ólafi Ragnari Grímssyni forseta um að skapa þurfi sáttmála um fæðuöryggi til handa öllum Íslendingum - hrifinn af þessari hugmyndafræði sem hann kom með í sinni r´æðu á búnaðarþingi í gær. 3.3.2008 12:48 Væntir mikils af nýjum Rússlandsforseta Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væntir mikils af nýjum forseta Rússlands, Dmítrí Medvedev, í baráttunni gegn loftlagsbreytingum á komandi árum. 3.3.2008 12:21 Tuttugu ákærðir í fjársvikamáli tengdu TR Fyrrverandi þjónustufulltrúi Tryggingastofnunar Ríkisins hefur verið ákærður fyrir að hafa dregið sér 75 milljónir króna í fé og fyrir brot í opinberu starfi. 3.3.2008 12:12 Allar líkur á að loðnukvótinn verði aukinn í dag Allar líkur eru á að loðnukvótinn verði aukinn á hverri stundu eftir að nýjar loðnutorfur fundust á tveimur stöðum við suðausturland um helgina. 3.3.2008 12:08 Áfrýjunardómstóll hafnar frávísunarkröfu Hannesar Jón Ólafsson hyggst taka upp mál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni á nýjan leik eftir að áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði frávísunarkröfu Hannesar í morgun. Biðjist Hannes afsökunar og greiði Jóni átta milljónir í skaðabætur auk kostnaðar mun Jón fella málið niður. 3.3.2008 12:00 Óþarfa álag á björgunasveitir Fjölmargir ökumenn virtu lokunarskilti lögreglu ekki viðlits í gærkvöldi og riðu á vaðið á Suðurlandsvegi þrátt fyrir óveðrið sem reið þar yfir í gær. Þetta olli því að björgunarsveitarmenn voru fram eftir nóttu að bjarga fólki úr bílum sínum á veginum. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir nokkuð algengt að menn láti ekki segjast þrátt fyrir lokanir. Björgunarsveitarmenn geti hins vegar lítið gert annað en að bregðast við þegar fólkið hefur komið sér í vandræði. 3.3.2008 11:28 Össur á orkuráðstefnu í Washington Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Bandaríkjastjórnar um endurnýjanlega orku sem haldinn er í Washington frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku. 3.3.2008 11:25 Fagna tillögu um transfitusýrur Neytendasamtökin fagna því að þingmenn úr öllum flokkum hafi lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að transfitusýrum. 3.3.2008 09:19 Allar stofnbrautir í Vestmannaeyjum færar Bæjarstarfsmenn í Vestmannaeyjum hafa unnið hörðum höndum við snjómokstur síðan klukkan þrú í nótt og má nú heita að allar stofnbrautir í bænum séu orðnar færar. 3.3.2008 08:48 Dregur úr skjálftum við Upptyppinga Heldur dró úr skjálftahrynunni í Upptyppingum , norðan Vatnajökuls, sem hófst um helgina.Yfir 300 skjálftar hafa mælst í hrinunni, en ekki gosórói. 3.3.2008 07:38 Mikil vandræði ökumanna á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal og Hvolsvelli voru í allt gærkvöld og fram á nótt að bjarga fólki úr föstum bílum á Suðrulandsvegi frá Landeyjum og austur fyrir Vík. 3.3.2008 06:50 Enn lokað um Reynisfjall og Mýrdal vegna stórhríðar Vegurinn um Reynisfjall og Mýrdal er enn lokaður vegna veðurs og stórhríðar. 2.3.2008 23:26 „Erfitt þegar konur kæra ekki eiginmennina“ Starfskona hjá Kvennaathvarfinu sem lifði við andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns í rúman áratug og þurfti að flýja í kvennaathvarfið segist sjá eftir því að hafa ekki kært hann. Erfitt sé að horfa upp á að konur kæri ekki eiginmenn sína sem beiti þær ofbeldi. 2.3.2008 18:30 Sól á Suðurnesjum fagnar gagnaveri Samtökin Sól á Suðurnesjum fagna því að samið hafi verið um uppbyggingu gangavers á Keflavíkurflugvelli en telja að ekki þurfi að virkja í Þjórsá vegna þess. Þetta kemur fram í ályktun frá samtökunum. 2.3.2008 23:41 Starfsfólk sjúkrahúss í Eyjum komst loks heim Starfsfólkið á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum sem staðið hafði vaktina samfleytt í 17 klukkutíma, losnaði loks úr vinnunni nú um fjögurleytið þegar næstu vakt tókst að komast á staðinn. „Við óðum bara skaflana í kolvitlausu veðri,“ sagði sjúkraliði, nýkominn á vaktina, fyrir stundu. 2.3.2008 17:05 Undrabarn meðal þátttakenda á Skákhátíð í Reykjavík Undrabarnið og skáksnillingurinn Illya Nyzhnyk lærði að tefla fjögurra ára gamall með því að horfa á skákir Bobby Fischers. Búist er við því að Illya verði yngsti skákmeistari sögunnar innan skamms. Hann er einn fjölmargra sem tekur þátt í Alþjóðlegu skákhátíðinni í Reykjavík sem hefst á morgun. 2.3.2008 19:00 Áttræður situr uppi með ónýtan bíl Ökumaður klessti á kyrrstæðan bíl manns á áttræðisaldri við Hraunbæ í Reykjavík fyrir helgi og stakk af. Bíllinn er ónýtur og situr eigandi bílsins uppi með tjónið gefi ökumaðurinn sig ekki fram. 2.3.2008 18:45 Ólöf vill að borað sé fyrir fleiri jarðgöngum Menn þurfa að bora miklu meira, segir Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar Alþingis, sem telur að gefa verði í við jarðgangagerð um land allt. 2.3.2008 18:45 ESB yfirlýsing gæti hjálpað efnahagslegum stöðugleika Yfirlýsing um að Ísland stefndi að aðild í Evrópusambandinu gæti umheiminum fyrirheit um hver stefna landsins væri á næstu tíu árum og gæti hjálpað til að koma efnahagslegum stöðuleika á. Þetta sagði Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar í Silfri Egils í dag. Hann benti á að þegar önnurlönd sem sótt hefðu um aðild að sambandinu hefðu gefið út yfirlýsingu þess efnis, hefði það haft áhrif í þá veru. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG var þó ekki sammála Árna og benti á að sú hefði ekki verið raunin í Eistlandi. 2.3.2008 15:55 Vill að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hvatti til þess við setningu Búnaðarþings á Hótel Sögu fyrir stundu að sáttmáli yrði mótaður um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann kvaðst sannfærður um að landbúnaðurinn ætti eftir að verða Íslendingum enn mikilvægari á komandi árum en hingað til. Heimurinn hefði tekið stakkaskiptum. Til merkis um það nefndi forsetinn þætti eins og fólksfjölgun, stækkun borga, bættan efnahag, hlýnun jarðar, hækkun sjávarborðs og breytingar á vatnabúskap jarðar. 2.3.2008 15:11 19 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag Nítján umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi í dag, eða frá klukkan sjö í morgun. Árekstrarnir og útafakstur eru að mestu vegna hálku og slæmrar færðar. 2.3.2008 13:43 Lögregla kölluð að slagsmálum á Hverfisgötu Lögregla var kölluð til vegna áfloga á Hverfisgötu í Reykjavík um klukkan hálf tvö í dag. Tilkynnt var um að þrír menn væru að slást fyrir utan hús númer 102 við Hverfisgötu. Þrír lögreglubílar voru sendir á staðinn en málið reyndist ekki alvarlegt. 2.3.2008 13:41 Þróun bólusetningarlyfja ungbarna mikilvæg Varnir ungbarna yrðu sterkari gegn bakteríusýkingum sem valda meðal annars eyrnabólgu, lungnabólgu og heilahimnubólgu, ef börn yrðu bólusett á fyrstu vikum eftir fæðingu. Mikilvægt er að þróa bólusetningarlyf þannig að hægt sé að nota þau í þeim tilgangi. 2.3.2008 13:31 Björgunarsveitir í Eyjum komast ekki að sjúkrahúsinu Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum komast ekki að sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum vegna ófærðar og hefur því ekki tekist að hafa vaktaskipti hjá starfsfólki frá því í gærkvöldi. Heilbrigðisstarfsfólk, sem kom á vaktina klukkan ellefu í gærkvöldi, hefur því ekki komist heim en vaktaskipti áttu að vera í morgun. Það sér nú fram á að þurfa að standa sína þriðju vakt í röð á sjúkrahúsinu þar sem óvíst er hvort björgunarsveitum takist að flytja starfsfólk um bæinn fyrir næstu vaktaskipti klukkan fjögur. 2.3.2008 13:26 Vegagerðin til liðs við áhugamenn um risaborkaup Vegagerðin er komin í samstarf með Austfirðingum og Norðmönnum í könnun á hagkvæmni þess að nota risabor við heilborun jarðganga fyrir þjóðvegi. 2.3.2008 13:22 Rót byggðavanda Vestfjarða vegna fólksflótta kvenna Rót byggðavandans á Vestfjörðum sem og annars staðar er að erfiðlega gengur að halda konum á svæðinu. Þetta segir Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Hann segir lausn vandans felast í að koma til móts við þarfir kvenna. 2.3.2008 12:30 Aftakaveður í Vestmannaeyjum Aftakaveður hefur verið í Vestmannaeyjum í morgun. Varla sést á milli húsa og er ófært innanbæjar. Í fyrsta sinn í tæpan áratug falla niður messur í Landakirkju vegna fannfergis og skafhríðar. 2.3.2008 11:47 Bíll valt á Gullinbrú Engan sakaði þegar fólksbíll valt á Gullinbrú í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum. Talið er að bíllinn hafi runnið út af veginum í hálku. Sjúkralið og slökkvilið komu á staðinn stuttu eftir bílveltuna og komu bílnum aftur á hjólin. Ökumaðurinn afþakkaði frekari aðstoð. 2.3.2008 11:10 Sjá næstu 50 fréttir
Leirgos í Gunnuhver Nú undanfarið hafa orðið nokkrar breytingar á virkni hverasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Gufuvirkni á hverasvæðinu hefur aukist og breiðst nokkuð út auk þess sem suða í leirhverum hefur aukist. Fólk er hvatt til að gæta fyllstu varúðar ef það fer um svæðið. 3.3.2008 17:01
Jafnræðisregla brotin með aðstoðarmannafrumvarpi? Deilt var um það á Alþingi í dag hvort það stangaðist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að ekki fengju allir þingmenn aðstoðarmenn með nýju frumvarpi um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. 3.3.2008 16:40
Keflavíkurflugvöllur á kafi Það snjóaði gríðarlega mikið á Suðurnesjum um helgina. Farþegum sem voru að koma heim frá útlöndum og ferðuðust um Leifsstöð hefur sjálfsagt brugðið þegar þeir komu að bílum sínum snæviþöktum í gær. 3.3.2008 16:31
Erfiðleika SMFR má rekja til 30 milljóna króna halla Erfiðleika Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi má rekja til 30 milljóna króna halla á rekstrinum sem verið er að reyna að leysa. 3.3.2008 16:17
Ánægður með niðurstöðu í DC++ máli Rétthafar tónlistar og myndefnis lýsa yfir ánægju sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem fallist var á kröfu ákæruvaldsins og allir einstaklingar sem ákærðir voru, í hinu svo kallaða DC++ máli, sakfelldir fyrir margvísleg brot á höfundarétti. 3.3.2008 15:50
Hækkanir á aðföngum bitna fyrr eða síðar á almenningi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir hækkanir á aðföngum í landbúnaði, eins og áburði og fóðri, munu fyrr eða síðar bitna á almenningi, annaðhvort í hærra verði á landbúnaðarvörum eða í gegnum ríkissjóð. 3.3.2008 15:42
Framferði Ísraela óafsakanlegt Framferði Ísraela á Gasasvæðinu er óafsakanlegt og ríkisstjórnin fordæmir það. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. 3.3.2008 15:26
Kennari stefnir Mýrarhúsaskóla og foreldri nemanda síns Kennari við Mýrarhúsaskóla hefur stefnt Seltjarnarnesbæ og móður eins nemandans þar vegna slyss sem hún varð fyrir á árinu 2005. 3.3.2008 15:08
Vilja nýja flutningslínu á Suðurnesjum Hitaveita Suðurnesja gerir kröfu um að byggð verði nýr flutningslína frá Hamranesi til Suðurnesja til þess að auka afhendingaröryggi á raforku frá félaginu. 3.3.2008 14:51
Hugðist smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í sautján ára stúlku til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. 3.3.2008 14:35
Sjávarútvegsráðherra eykur loðnukvótann Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur orðið við tilmælum Hafrannsóknastofnunar og aukið loðnukvótann um 50 þúsund tonn. 3.3.2008 14:31
Þjónustufulltrúi útbjó 781 tilhæfulausan reikning Höfuðpaur fjársvikamálsins í Tryggingastofnun, sem greint var frá í morgun, er 45 ára gömul kona úr Reykjavík. Hún er ákærð fyrir fjársvik í opinberu starfi, sem framin voru á tímabilinu 2. janúar 2002 til 9. júni 2006, á meðan konan starfaði sem þjónustufulltrúi hjá stofnuninni. 3.3.2008 14:05
Íslendingar og Íranar hyggja á nánara samstarf Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins hitti Manouchehr Mottaki utanríkisráðherra Írans í Teheran í gær. Íranskir miðlar greina frá fundinum og þar sagði ráðherrann meðal annars að sjálfstæð stefna Íslands gerði það kleift að efla tvíhliða samskipti ríkjanna. Mottaki sagði ýmsa möguleika á samstarfi ríkjanna og þar nefndi hann bifreiðaframleiðslu og stíflugerð sérstaklega. 3.3.2008 13:54
Fresta því að rífa Gullfaxa Niðurrifi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, hefur verið frestað um tvo mánuði en vélin er nú í flugvélakirkjugarði í Rosswell í Bandaríkjunum. 3.3.2008 13:35
Loðnukvótinn verði aukinn um 50 þúsund tonn Hafrannsóknarstofnun leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra að loðnukvótinn á yfirstandandi vertíð verði aukinn um 50 þúsund tonn í ljósi þess að aukin loðna hefur mælst við landið. 3.3.2008 13:20
Níu sakfelldir í DC++ máli Níu menn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldir fyrir brot á höfundalögum fyrir að hafa dreift ýmiss konar efni með skráarskiptaforritinu DC++. Ríkislögreglustjóri höfðaði mál á hendur mönnum og hlaut einn mannanna 30 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingu yfir hinum var frestað og fellur hún niður ef þeir halda skilorð í tvö ár. 3.3.2008 13:07
Vítisengill bíður eftir dómsmálaráðherra Einn af Vítisenglunum sem vísað var úr landi í nóvember á síðasta ári hefur kært frávísunina og bíður nú eftir svari frá dómsmálaráðuneytinu. 3.3.2008 13:01
Formaður Bændasamtakanna tekur undir orð forsetans um sáttmála Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segist vera sammála Ólafi Ragnari Grímssyni forseta um að skapa þurfi sáttmála um fæðuöryggi til handa öllum Íslendingum - hrifinn af þessari hugmyndafræði sem hann kom með í sinni r´æðu á búnaðarþingi í gær. 3.3.2008 12:48
Væntir mikils af nýjum Rússlandsforseta Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væntir mikils af nýjum forseta Rússlands, Dmítrí Medvedev, í baráttunni gegn loftlagsbreytingum á komandi árum. 3.3.2008 12:21
Tuttugu ákærðir í fjársvikamáli tengdu TR Fyrrverandi þjónustufulltrúi Tryggingastofnunar Ríkisins hefur verið ákærður fyrir að hafa dregið sér 75 milljónir króna í fé og fyrir brot í opinberu starfi. 3.3.2008 12:12
Allar líkur á að loðnukvótinn verði aukinn í dag Allar líkur eru á að loðnukvótinn verði aukinn á hverri stundu eftir að nýjar loðnutorfur fundust á tveimur stöðum við suðausturland um helgina. 3.3.2008 12:08
Áfrýjunardómstóll hafnar frávísunarkröfu Hannesar Jón Ólafsson hyggst taka upp mál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni á nýjan leik eftir að áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði frávísunarkröfu Hannesar í morgun. Biðjist Hannes afsökunar og greiði Jóni átta milljónir í skaðabætur auk kostnaðar mun Jón fella málið niður. 3.3.2008 12:00
Óþarfa álag á björgunasveitir Fjölmargir ökumenn virtu lokunarskilti lögreglu ekki viðlits í gærkvöldi og riðu á vaðið á Suðurlandsvegi þrátt fyrir óveðrið sem reið þar yfir í gær. Þetta olli því að björgunarsveitarmenn voru fram eftir nóttu að bjarga fólki úr bílum sínum á veginum. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir nokkuð algengt að menn láti ekki segjast þrátt fyrir lokanir. Björgunarsveitarmenn geti hins vegar lítið gert annað en að bregðast við þegar fólkið hefur komið sér í vandræði. 3.3.2008 11:28
Össur á orkuráðstefnu í Washington Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Bandaríkjastjórnar um endurnýjanlega orku sem haldinn er í Washington frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku. 3.3.2008 11:25
Fagna tillögu um transfitusýrur Neytendasamtökin fagna því að þingmenn úr öllum flokkum hafi lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að transfitusýrum. 3.3.2008 09:19
Allar stofnbrautir í Vestmannaeyjum færar Bæjarstarfsmenn í Vestmannaeyjum hafa unnið hörðum höndum við snjómokstur síðan klukkan þrú í nótt og má nú heita að allar stofnbrautir í bænum séu orðnar færar. 3.3.2008 08:48
Dregur úr skjálftum við Upptyppinga Heldur dró úr skjálftahrynunni í Upptyppingum , norðan Vatnajökuls, sem hófst um helgina.Yfir 300 skjálftar hafa mælst í hrinunni, en ekki gosórói. 3.3.2008 07:38
Mikil vandræði ökumanna á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal og Hvolsvelli voru í allt gærkvöld og fram á nótt að bjarga fólki úr föstum bílum á Suðrulandsvegi frá Landeyjum og austur fyrir Vík. 3.3.2008 06:50
Enn lokað um Reynisfjall og Mýrdal vegna stórhríðar Vegurinn um Reynisfjall og Mýrdal er enn lokaður vegna veðurs og stórhríðar. 2.3.2008 23:26
„Erfitt þegar konur kæra ekki eiginmennina“ Starfskona hjá Kvennaathvarfinu sem lifði við andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns í rúman áratug og þurfti að flýja í kvennaathvarfið segist sjá eftir því að hafa ekki kært hann. Erfitt sé að horfa upp á að konur kæri ekki eiginmenn sína sem beiti þær ofbeldi. 2.3.2008 18:30
Sól á Suðurnesjum fagnar gagnaveri Samtökin Sól á Suðurnesjum fagna því að samið hafi verið um uppbyggingu gangavers á Keflavíkurflugvelli en telja að ekki þurfi að virkja í Þjórsá vegna þess. Þetta kemur fram í ályktun frá samtökunum. 2.3.2008 23:41
Starfsfólk sjúkrahúss í Eyjum komst loks heim Starfsfólkið á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum sem staðið hafði vaktina samfleytt í 17 klukkutíma, losnaði loks úr vinnunni nú um fjögurleytið þegar næstu vakt tókst að komast á staðinn. „Við óðum bara skaflana í kolvitlausu veðri,“ sagði sjúkraliði, nýkominn á vaktina, fyrir stundu. 2.3.2008 17:05
Undrabarn meðal þátttakenda á Skákhátíð í Reykjavík Undrabarnið og skáksnillingurinn Illya Nyzhnyk lærði að tefla fjögurra ára gamall með því að horfa á skákir Bobby Fischers. Búist er við því að Illya verði yngsti skákmeistari sögunnar innan skamms. Hann er einn fjölmargra sem tekur þátt í Alþjóðlegu skákhátíðinni í Reykjavík sem hefst á morgun. 2.3.2008 19:00
Áttræður situr uppi með ónýtan bíl Ökumaður klessti á kyrrstæðan bíl manns á áttræðisaldri við Hraunbæ í Reykjavík fyrir helgi og stakk af. Bíllinn er ónýtur og situr eigandi bílsins uppi með tjónið gefi ökumaðurinn sig ekki fram. 2.3.2008 18:45
Ólöf vill að borað sé fyrir fleiri jarðgöngum Menn þurfa að bora miklu meira, segir Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar Alþingis, sem telur að gefa verði í við jarðgangagerð um land allt. 2.3.2008 18:45
ESB yfirlýsing gæti hjálpað efnahagslegum stöðugleika Yfirlýsing um að Ísland stefndi að aðild í Evrópusambandinu gæti umheiminum fyrirheit um hver stefna landsins væri á næstu tíu árum og gæti hjálpað til að koma efnahagslegum stöðuleika á. Þetta sagði Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar í Silfri Egils í dag. Hann benti á að þegar önnurlönd sem sótt hefðu um aðild að sambandinu hefðu gefið út yfirlýsingu þess efnis, hefði það haft áhrif í þá veru. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG var þó ekki sammála Árna og benti á að sú hefði ekki verið raunin í Eistlandi. 2.3.2008 15:55
Vill að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hvatti til þess við setningu Búnaðarþings á Hótel Sögu fyrir stundu að sáttmáli yrði mótaður um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann kvaðst sannfærður um að landbúnaðurinn ætti eftir að verða Íslendingum enn mikilvægari á komandi árum en hingað til. Heimurinn hefði tekið stakkaskiptum. Til merkis um það nefndi forsetinn þætti eins og fólksfjölgun, stækkun borga, bættan efnahag, hlýnun jarðar, hækkun sjávarborðs og breytingar á vatnabúskap jarðar. 2.3.2008 15:11
19 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag Nítján umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi í dag, eða frá klukkan sjö í morgun. Árekstrarnir og útafakstur eru að mestu vegna hálku og slæmrar færðar. 2.3.2008 13:43
Lögregla kölluð að slagsmálum á Hverfisgötu Lögregla var kölluð til vegna áfloga á Hverfisgötu í Reykjavík um klukkan hálf tvö í dag. Tilkynnt var um að þrír menn væru að slást fyrir utan hús númer 102 við Hverfisgötu. Þrír lögreglubílar voru sendir á staðinn en málið reyndist ekki alvarlegt. 2.3.2008 13:41
Þróun bólusetningarlyfja ungbarna mikilvæg Varnir ungbarna yrðu sterkari gegn bakteríusýkingum sem valda meðal annars eyrnabólgu, lungnabólgu og heilahimnubólgu, ef börn yrðu bólusett á fyrstu vikum eftir fæðingu. Mikilvægt er að þróa bólusetningarlyf þannig að hægt sé að nota þau í þeim tilgangi. 2.3.2008 13:31
Björgunarsveitir í Eyjum komast ekki að sjúkrahúsinu Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum komast ekki að sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum vegna ófærðar og hefur því ekki tekist að hafa vaktaskipti hjá starfsfólki frá því í gærkvöldi. Heilbrigðisstarfsfólk, sem kom á vaktina klukkan ellefu í gærkvöldi, hefur því ekki komist heim en vaktaskipti áttu að vera í morgun. Það sér nú fram á að þurfa að standa sína þriðju vakt í röð á sjúkrahúsinu þar sem óvíst er hvort björgunarsveitum takist að flytja starfsfólk um bæinn fyrir næstu vaktaskipti klukkan fjögur. 2.3.2008 13:26
Vegagerðin til liðs við áhugamenn um risaborkaup Vegagerðin er komin í samstarf með Austfirðingum og Norðmönnum í könnun á hagkvæmni þess að nota risabor við heilborun jarðganga fyrir þjóðvegi. 2.3.2008 13:22
Rót byggðavanda Vestfjarða vegna fólksflótta kvenna Rót byggðavandans á Vestfjörðum sem og annars staðar er að erfiðlega gengur að halda konum á svæðinu. Þetta segir Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Hann segir lausn vandans felast í að koma til móts við þarfir kvenna. 2.3.2008 12:30
Aftakaveður í Vestmannaeyjum Aftakaveður hefur verið í Vestmannaeyjum í morgun. Varla sést á milli húsa og er ófært innanbæjar. Í fyrsta sinn í tæpan áratug falla niður messur í Landakirkju vegna fannfergis og skafhríðar. 2.3.2008 11:47
Bíll valt á Gullinbrú Engan sakaði þegar fólksbíll valt á Gullinbrú í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum. Talið er að bíllinn hafi runnið út af veginum í hálku. Sjúkralið og slökkvilið komu á staðinn stuttu eftir bílveltuna og komu bílnum aftur á hjólin. Ökumaðurinn afþakkaði frekari aðstoð. 2.3.2008 11:10