Innlent

Hæstiréttur staðfestir farbann yfir sundlaugarperra

Sundmiðstöð Keflavíkur
Sundmiðstöð Keflavíkur

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóm um farbann yfir manninum sem handtekinn var í sundmiðstöð Keflavíkur þann 24.febrúar. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 9. apríl. Hann reyndi að komast úr landi.

Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi frá því í janúar sl. haft til rannsóknar kærur vegna ætlaðra kynferðisbrota manns gegn ungum stúlkum á aldrinum 10-12 ára.

Þann 24. febrúar 2008 hafi maðurinn verið handtekinn í Sundmiðstöð Keflavíkur vegna rökstudds gruns um kynferðisbrot gegn 8 stúlkum á sama aldri eftir ábendingu frá fjórum þeirra.

Þá hafi tvær þeirra stúlkna borið um að kærði hefði áreitt þær kynferðislega föstudaginn 22. febrúar sl. Um sé að ræða ætlað brot gegn samtals 10 stúlkum. Þá hafi starfsfólk sundlaugarinnar borið að stúlkurnar hefðu kvartað undan kærða og háttsemi hans.

Maðurinn reyndi síðan að komast úr landi en var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann reyndi að ná flugi til Kaupmannahafnar.

Sjá einnig:

Sundlaugarperrinn reyndi að flýja land




Fleiri fréttir

Sjá meira


×