Innlent

Sortuæxli tífalt algengari en fyrir áratug

Tíðni sortuæxla hér á landi hefur tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum og er þau nú algengasta tegund krabbameins hjá ungum konum. Landlæknir segir að aukninguna megi rekja að stórum hluta til notkunar ljósabekkja.

Um fimmtíu manns greinast nú á ári hverju með sortuæxli í húð hér á landi og hefur fjöldinn farið vaxandi á undanförnum árum. Að meðaltali deyja átta Íslendingar á ári úr sortuæxli.

Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að það sé mjög líklegt að meginástæðan, þó ekki eina ástæðan, fyrir þessum vexti sé notkun á sólar- eða ljósabekkjum.

Landlæknsembættið ásamt öðrum stofnunum og félagasamtökum hóf í dag átak gegn notkun ljósabekkja. Beinist það fyrst og fremst að fermingarbörnum en ungt fólk er næmara fyrir skaðlegum áhrifum geislunar en eldra fólk. Er þetta fimmta árið í röð sem átakið fer fram.

Landlæknir segir málið brýnt. Segir hann tíðni sortuæxla hafa tvöfaldast á tíu árum og þessi æxli séu nú algengasta tegund krabbameins hjá ungum konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×