Innlent

Varað við óveðri milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. MYND/ngi Þór Guðmundsson

Vegagerðin varar við óveðri milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og biður fólk einnig að vera vakandi fyrir aukinni hálku þar sem er að hlána.

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum en hált er um mestallt Suðurland og það fennir í kring um Vík. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir en á heiðum er snjókoma eða skafrenningur.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og víða snjókoma eða él. Þá er víða einhver ofankoma eða skafrenningur á Norðurlandi og þar er ýmist hálka eða hálkublettir á vegum. Á Norðaustur- og Austurlandi eru víða hálkublettir eða einhver snjóþekja. Öxi er ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×