Innlent

Tæpur helmingur á nagladekkjum

Hlutfall negldra hjólbarða er litlu minna nú en í fyrra.
Hlutfall negldra hjólbarða er litlu minna nú en í fyrra. Mynd/ Vilhelm

Hlutfall negldra hjólbarða reyndist vera 44% á móti 56% ónegldra þegar talning fór fram í gær. Á sama tíma í fyrra voru 47% ökutækja á negldum hjólbörðum. Svifryk hefur farið tvisvar yfir heilsuverndarmörk í mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg. Úrkoman dregur úr mengun í borginni, eftir því sem fram kemur í frétt frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.

Farstöð mengunarvarna Umhverfis- og samgöngusvið er nú staðsett á gatnamótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs en þar mældist mikil mengun í desember 2005 og janúar 2006 eða svipuð og á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. „Við viljum nú kanna hvort álíka mengun mælist á þessum stað ef mælt er á öðrum árstíma," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi.

Farstöðin var síðast staðsett á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. desember 2007 til 16. janúar 2008 og mældist svifryksmengun þar fimm sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×