Innlent

Svandís: Keisarinn er ekki í neinum fötum

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn segir að fyrirhugaðar þjónustugreiðslur til handa þeim foreldrum sem eru með börn á biðlistum á leikskólum borgarinnar sé kvennagildra. Hún segir meirihlutann rúinn trausti og að hann lifi í sýndarveruleika.

Í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi sagði hún að það væri borgarstjórn til mikillar skammar að samþykkja slíkt mál. Þjónustugreiðslurnar voru kynntar af borgarstjóra fyrir aðra umræðu þriggja ára áætlunar borgarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hve háar þær greiðslur verða og hefur hugmyndin fengið afar lítinn hljómgrunn hjá minnihluta í borgarstjórn á fundinum.

„Allir vita að hugmynd um að borga fólki fyrir að vera heima hjá sér er kvennagildra. Það segja femínistar allra flokka og utan," sagði Svandís.

Hún fór einnig hörðum orðum um núverandi meirihluta í borginni sem hún sagði rúinn trausti. „Hér er lögð fram þriggja ára áætlun íslandsmeistara í vantrausti. Plagg meirihluta sem lifir í sýndarveruleika," sagði Svandís og bætti við: „Keisarinn er ekki í neinum fötum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×