Innlent

Dagur: Borgarstjóri rökræðir við sjálfan sig

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. MYND/GVA

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að í ræðu sinni í borgarstjórn í dag hafi Ólafur F. Magnússon borgarstjóri staðið í rökræðum við sjálfan sig.

Hann benti á að í upphafi ræðu sinnar hafi borgarstjóri talað um að lóðaframboð verði stóraukið, bæði fyrir fjölbýli og sérbýli í nýjum hverfum borgarinnar. Síðar í ræðunni talaði Ólafur hins vegar um að staða efnahagslífsins á Íslandi hafi gjörbreyst og því séu vísbendingar um að fyrri áætlanir um að úthluta þúsund lóðum í nýbyggingarhverfum gangi ekki eftir.

„Maður veltir fyrir sér hvort sama raunsæið einkenni það þegar borgarstjóri segir að megin einkenni á meirihluta sé stóraukið framboð lóða,“ sagði Dagur í sinni ræðu. „Aðeins fjórum blaðsíðum síðar gagnrýnir hann minnihlutann harðlega fyrir að átta sig ekki á því að það verði ekki hægt að úthluta lóðum eins og áður var ákveðið. Borgarstjóri er farinn að rökræða við sjálfan sig í sömu ræðunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×