Fleiri fréttir

Tími Íbúðalánasjóðs ekki liðinn

Tími Íbúðalánasjóðs er ekki liðinn að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Hann er ósammála Davíð Oddssyni, Seðlabankastjóra, um að óeðliegt sé að Íbúðalánsjóður keppi við viðskiptabankana á íbúðalánamarkaði án þess að lúta sömu reglum og þeir. Árni segir að Íbúðalánasjóður lúti ákveðinni sérstöðu á íbúðalánamarkaði og pólitísk samstaða hefur verið um hlutverk hans.

Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu

Íbúasamtök Laugardals skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem skilyrt er í athugasemdum frumvarpsins að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið. Samtökin segja frumvarpið brjóta bæði gegn umhverfismati og úrskurði umhverfisráðherra.

Óskhyggja að stefnubreyting felist í vaxtahækkun Seðlabankans

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óskhyggju hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra að stefnubreyting felist í tilkynningu Seðlabankans um 25 punkta hækkun á vöxtum í síðustu viku. Hún segir þá reyna að friða útflutningsgreinar og ferðaþjónustu.

Drengir á landsbyggðinni lakari en stúlkur í stærðfræði

Nánari niðurstöður á PISA rannsókninni frá 2003 hefur leitt í ljós að kynjamunurinn sem fannst á stærðfræðikunnáttu 15 ára barna á Íslandi skrifast nær einvörðungu á dreifbýlið. Ekki fannst marktækur kynjamunur á stærðfræðikunnáttu innan höfuðborgarsvæðisins. Drengir í dreifbýli eru á hinn bóginn mun lakari í stærðfræði en stúlkur.

Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði

Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri.

76 þúsund rjúpur skotnar samkvæmt Skotvís

Sjötíu og sex þúsund rjúpur voru veiddar á veiðitímabilinu í haust samkvæmt könnun Skotveiðifélags Íslands. Einn þátttakenda í könnuninni veiddi 62 rjúpur en meðalfjöldi rjúpna á veiðimann var rúmlega tíu.

Vaxtahækkunin er ekki of lág

25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg.

Enn á gjörgæslu eftir harðan árekstur

Farþegi í fólksbíl, sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, er enn á gjörgæsludeild og verður líklega í allan dag, að sögn vakthafandi læknis á deildinni. Ástand hans er stöðugt og hann er ekki talinn í lífshættu.

Töluvert tjón í eldi í Ofnasmiðjunni

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í húsnæði Ofnasmiðjunnar í Keflavík í morgun, en þó var það lán í óláni að eldurinn náði ekki að teygja sig í mikinn eldsmat sem er í húsinu. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn en töluvert tjón varð af reyk og sóti og ekki síst af miklum hita, sem myndaðist í húsnæðinu.

Samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Fram kemur á heimasíðu BSRB að nú verði hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu.

Dómar hertir í Grænlandi

Maður var dæmdur í 10 ára fangelsi af grænlenska undirréttinum í Upernavik fyrir að drepa 26 ára gamla konu og 6 ára dóttur hennar. Dómurinn þykir til marks um aukna hörku af hálfu dómsvaldsins.

Gistinóttum á hótelum fjölgar í október

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tvö komma fimm prósent í október miðað við sama mánuð í fyrr. Alls voru gistinæturnar 86.100 í þarsíðasta mánuði en en voru 84 þúsund í október í fyrra.

Aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina

Starfsmenn kirkjugarðanna munu eins og undanfarin ár aðstoða fólk sem hyggst huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða starfsmenn á vettvangi í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallagarði og aðstoða fólk eftir bestu getu.

Ríkisstjórnin hefði mátt hugsa sinn gang betur

Það er auðvelt að færa sæmileg rök fyrir því að ríkisstjórnin hefði mátt hugsa sinn gang betur áður en ráðist var í breytingar á húsnæðisstefnunni í byrjun uppsveiflunnar árið 2003, sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um hagstjórnarvandann í morgun.

Réðust gegn lögreglu eftir öluvunarakstur

Ölvaður ökumaður, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt í átaki sínu gegn ölvunarakstri nú á aðventunni, brást hinn versti við og sýndi lögreglumönnum mótþróa. Þeir náðu að yfirbuga hann en þá réðst sambýliskona hans á lögreglumennina, til að reyna að frelsa bóndann, sem lauk með því að hún var líka handtekin og gista þau fangageymslur.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna fíkniefna

Héraðsdómur úrskurðaði í gærkvöldi mann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald eftir að lögregla handtók hann í fyrrinótt þegar eitt kíló af marijúana og talsvert af reiðufé fundust á heimili hans. Þar með eru þrír menn í gæsluvarðhaldi á Akureyri, allir grunaðir um sölu á fíkniefnum og hefur lögregla lagt hald á hálft annað kíló af ýmsum fíkniefnum á aðeins þremur dögum.

Dregur úr fasteignasölu

167 íbúðir gengu kaupum og sölum í Reykjavík í síðustu viku, tuttugu færri en að meðaltali síðustu tólf vikurnar og var kaupverðið að meðaltali tveimur milljónum króna undir meðallagi, 24 milljónir en er alla jafna 26 milljónir.

Slasaðist alvarlega í árekstri nærri Akranesi

Farþegi í fólksbíl, sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, slasaðist alvarlega og lilggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en er þó ekki talinn í lífshættu. Ökumaður bílsins meiddist líka en ekki eins alvarlega, en ökumaður jeppans slapp ómeiddur.

Hálka eða hálkublettir í öllum landshlutum

Hálka eða hálkublettir eru í öllum landshlutum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þoka er á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði. Flughált er á Tjörnesi, Melrakkasléttu og frá Egilsstöðum upp Jökuldal. Töluverð þoka er við ströndina á Norðausturlandi.

Talið að Impregilo fari fram á milljarða til viðbótar

Talið er að viðbótargreiðslur, sem ítalska verktakafyrirtækið Impregilo ætlar að fara fram á vegna óvæntra aðstæðna við jarðgangagerð við Kárahnjúka, geti numið milljörðum króna. Sigurður Arnarlds hjá Landsvirkjun segir í viðtali við Fréttablaðið að viðræður um málið séu á byrjunarstigi.

Farþegar í vél sem nauðlenti héldu heim í nótt

Hátt í 300 farþegar Air Bus vélarinnar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær, eftir að annar hreyfill hennar bilaði, héldu áfram för sinni til Kanada klukkan eitt í nótt. Þá kom önnur vél frá Air Canada og sótti þá, en fólkið var að koma frá Frankfurt. Væntanlega verður gert við vélina hér á landi en ekki liggur fyrir hvort skipta þar um hreyfilinn sem bilaði.

Rangt handrit fór í prentun

"Ég vísa þessum samsæriskenningum til föðurhúsanna sem hafðar hafa verið uppi um ástæðu þess að við förguðum þessum eintökum," segir Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu.

Íhugar alvarlega framboð

Dagur B. Eggertsson, óflokksbundinn borgarfulltrúi R-listans, íhugar alvarlega að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum.

Mikill viðbúnaður á vellinum

Milli 200 og 300 manns voru í viðbragðsstöðu í gær þegar Airbus 330 þota í eigu Air Canada nauðlenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.

Strandaði á Eyrarsundi

Skipið Hring SH 535 frá Grundarfirði tók niðri þegar það var á siglingu á Eyrasundi á laugardag. Skipið var að heimleið eftir að hafa verið í slipp í Póllandi, að sögn Guðmundar Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra útgerð­ar­innar.

Tveir af þremur borum óstarfhæfir

Misgengi í jarðlögum hefur tafið borun jarðganga Kárahnjúkavirkjunar. Verkið er rúmum tveimur mánuðum á eftir áætlun. Landsvirkjun segir hægt að vinna upp tafirnar, en gangsetja á fyrstu vél virkjunarinnar í apríl 2007.

Sama reglan gildir um alla

"Þetta er skattlagt eftir þeim reglum sem gilda um alla," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um frétt Fréttablaðsins í gær þar sem fram kemur að fjöldi aldraðra og öryrkja fái lítið sem ekkert til ráðstöfunar af þeim 26 þúsund krónum sem stjórnvöld höfðu heitið í samræmi við samninga á almenna vinnumarkaðnum.

Ráðherra skorti kjark og vilja

"Hvorki dómsmálaráðherra né fjármálaráðherra höfðu vilja, kjark né skilning á því að láta vinna verkið hér innanlands og því fór sem fór," segir Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og ritari Samiðnar.

Málamiðlanir nauðsynlegar

Guðmundur Magnússon höfundur bókarinnar um Thorsættina fæst ekki til að svara því játandi eða neitandi hvort ástæða þess að fyrstu útgáfu bókar hans var fargað hafi verið kafli um fyrrverandi hjónaband Þóru Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri Hagþenkis segir félagið ekkert muni gera í málinu þar sem höfundur hafi ekki leitað til þess.

Ferðakostnaður hækkar

Risnukostnaður forsætisráðuneytisins jókst um rúm áttatíu prósent í fyrra, mest allra ráðuneyta. Ferðakostnaður allra ráðuneytanna jókst samanlagt um tuttugu og níu milljónir króna á síðasta ári. Heimastjórnarafmæli og ráðherrafundur Norðurlandanna er ástæðan að sögn upplýsingafulltrúa.

Guðmundur segist ekki vilja svara

Framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita, segir félagið ekki skoða málefni Guðmundar Magnússonar og bókar hans um Thorsættina nemi höfundurinn sjálfur óski þess. Fyrsta prentun bókarinnar var fargað og nýtt handrit prentað og sett í búðir. Ástæðan mun samkvæmt heimildum NFS vera sú að í bókinni var fjallað um hjónaband Þóru Hallgrímsson og fyrrum manns hennar. Höfundur og útgefandi neita að svara því hvort það hafi verið ástæðan.

Dagur til liðs við Samfylkingu

Dagur B Eggertsson ætlar að ganga í Samfylkinguna fari hann í framboð til borgarstjórnar í Reykjavík næsta vor. Hann segir slaginn í borginni munu verða milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Dagur hyggst tilkynna fyrir jól hvort hann bjóði sig fram.

Flugvél Air Canada lent á Keflavíkurvelli

Flugvél flugfélagsins Air Canada lenti á Keflavíkurvelli um fjögurleytið í dag með bilaðan hreyfil, heilu og höldnu. Um borð voru tæplega 300 manns, farþegar og áhöfn. Þotan er af gerðinni Airbus 330, og var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada þegar bilunar varð vart. Ekki er vitað hvenær flugvélin heldur för sinni yfir hafið áfram.

Forsetinn afhendir styrki

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í gær 26 einstaklingum og fulltrúum félagasamtaka styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga. Afhendingin fór fram í Listasafninu á Akureyri og samtals nam úthlutunin úr sjóðnum að þessu sinni rúmum 4,2 milljónum króna. Alls bárust 128 umsóknir um styrki en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Allt frá árinu 1935 hefur KEA úthlutað styrkjum til menningar-, íþrótta-, mennta- og velferðarmála í Eyjafirði og báðum Þingeyjarsýslum. Í ár hefur Menningar- og viðurkenningarsjóðurinn varið um 18 milljónum króna til verkefna á félagssvæði KEA og eru þá ótaldir styrkir við önnur tilfallandi verkefni sem nema samtals um 12 milljónum króna.

Fórnarlambi enn haldið sofandi

Fórnarlambi líkamsárásar á Laugarvegi í gærmorgun, er enn haldið sofandi í öndunarvél. Annar mannanna sem voru handteknir í kjölfarið, var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinnum var sleppt.

Alþjóðlegur dagur gegn gróðurhúsaáhrifum

Í dag er alþjóðlegur dagur aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum. Hefur því verið efnt til mótmælaaðgerða í yfir 30 löndum. Nú stendur yfir ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar í Montréal í Kanada og er búist við þúsundum þátttakenda þar sem og í Washington, London, Sydney og Jóhannesarborg. Fimm samtök, þar á meðal Greenpeace og Climate Crisis Coalition, hyggjast afhenda mótmælaskjal í bandaríska sendiráðinu í Montréal og er skjalið undirritað af 600 þúsund Bandaríkjamönnum sem hvetja ríkisstjórn George Bush og bandaríska þingið að leggja sitt að mörkum til að stöðvar hækkun hitastigs í andrúmslofti jarðar.

Bók um Thorsara fargað

Heilu upplagi af nýrri bók Guðmundar Magnússonar, sagnfræðings og blaðamanns, um Thorsættina var fargað og annað handrit prentað í staðinn. Samkvæmt heimildum NFS var ástæða förgunarinnar umfjöllun um nasistaleiðtogann George Rockwell og hjónaband hans og Þóru Hallgrímsson. Útgefandi segir að mistök hafi átt sér stað. Hann vill þó ekki svara því hvort umfjöllunin sé ástæða förgunarinnar.

Karlar gefa dýrari jólagjafir, en konur fleiri

Íslendingar ætla að kaupa jólagjafir fyrir um 55 þúsund krónur að meðaltali og gefa 15 gjafir hver, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Karlar ætla að eyða meiru í jólagjafir en konur, en konur ætla að gefa fleiri gjafir.

Jólaverslunin komin á fullt

Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum versl­ana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu.

Fáir reykja í bænum

Stefnt er að því að Súðavík verði fyrsta reyklausa sveitarfélagið á landinu. Fjöldi Súðvíkinga hætti að reykja síðastliðið sumar, í kjölfar námskeiðs sem haldið var fyrir reykingarfólk. Að sögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur, sem hætti að reykja eftir námskeiðið, var óskað eftir öðru námskeiði vegna góðrar aðsóknar á það fyrra.

Stjórnmálamenn tjá sig oftast um Baug

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur tjáð sig nánast jafn oft um Baugsmálið og málsaðilar sjálfir. Almenningur lætur skoðanir sínar á málinu mótast af stjórnmálaskoðunum. Svo segir í skýrslu frá Fjölmiðlavaktinni ehf.

26 þúsund krónur minnka

Margir öryrkjar og eldri borgarar eru öskuillir eftir að ljóst varð fyrir helgina að ekki aðeins var umsamin 26 þúsund króna eingreiðsla þeirra skattlögð heldur einnig skert vegna tekna eða annarra skerðingarákvæða. Þeir benda á almenna vinnumarkaðinn sem samdi um 26 þúsund króna launauppbót í desember fyrir alla launamenn óháð tekjum.

Íbúarnir mjög áhyggjufullir

Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan þríbýlishús við Njálsgötu aðfaranótt laugardags, lét ófriðlega og kastaði eggjum í húsið. Ástæðan fyrir árásunum á húsið var sú að fólkið taldi það vera heimili Stefáns Hjaltested sem kallaður hefur verið svefnnauðgarinn.

Sjá næstu 50 fréttir