Innlent

Töluvert tjón í eldi í Ofnasmiðjunni

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í húsnæði Ofnasmiðjunnar í Keflavík í morgun, en þó var það lán í óláni að eldurinn náði ekki að teygja sig í mikinn eldsmat sem er í húsinu. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn en töluvert tjón varð af reyk og sóti og ekki síst af miklum hita, sem myndaðist í húsnæðinu. Lögregla er enn að rannsaka eldsupptök, en líklegt er talið að um sjálfsíkveikju í viðarvörn sé að ræða. Mikil þrif liggja nú fyrir og því ljóst að röskun verður á starfssemi fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×