Innlent

Sama reglan gildir um alla

Eitt gengur yfir alla. Heilbrigðisráðherra segir að breyta hefði þurft skattalögum til að uppbót til aldraðra og öryrkja skilaði sér betur. Hins vegar heyri það ekki undir hans ráðuneyti að breyta lögum.
Eitt gengur yfir alla. Heilbrigðisráðherra segir að breyta hefði þurft skattalögum til að uppbót til aldraðra og öryrkja skilaði sér betur. Hins vegar heyri það ekki undir hans ráðuneyti að breyta lögum.

"Þetta er skattlagt eftir þeim reglum sem gilda um alla," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um frétt Fréttablaðsins í gær þar sem fram kemur að fjöldi aldraðra og öryrkja fái lítið sem ekkert til ráðstöfunar af þeim 26 þúsund krónum sem stjórnvöld höfðu heitið í samræmi við samninga á almenna vinnumarkaðnum.

Ástæðan er sú að greiðslan er bæði skattlögð og skert vegna tekna og annarra skerðingar­ákvæða. Jón segir sömu reglur gilda um alla sem fái þessa eingreiðslu og breyta hefði þurft skattalögum ef útkoman ætti að vera önnur. Hann vildi ekki tjá sig um þann útreikning Péturs Guðmundssonar, verkfræðings og fulltrúa í starfshópi sem fjallað hefur um kjör aldraðra, að ríkið fái 650 milljónir í skatta af eingreiðslunni.

"Ég hef ekki fengið þessar tölur upp á borðið og þarf að láta athuga það betur," segir Jón. Hann segir að það heyri ekki undir hans ráðuneyti að breyta lögum um skatta. Hann segir samt sem áður nauðsynlegt að skoða málið betur enda sé framundan fundur samráðsnefndar ríkisstjórnarinnar og aldraðra þar sem þessi mál verði meðal annars rædd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×