Innlent

Dagur til liðs við Samfylkingu

Dagur B Eggertsson ætlar að ganga í Samfylkinguna fari hann í framboð til borgarstjórnar í Reykjavík næsta vor. Hann segir slaginn í borginni munu verða milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Dagur hyggst tilkynna fyrir jól hvort hann bjóði sig fram.

Talsvert hefur verið rætt um það hvort Dagur B. Eggertsson hyggist bjóða sig fram til borgarstjórnar í Reykjavík á næsta ári. Dagur hafði lýst því yfir um það leyti sem ljóst var að ekki yrði af frekara R-lista samstarfi að hann myndi ekki bjóða sig fram. Dagur var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils á NFS í dag og tilkynnti þá að hann myndi styðja Samfylkinguna í komandi kosningaátökum og jafnvel ljá henni lið.

Dagur segir ljóst að baráttan í borgarstjórnarkosningunum næsta vor muni verða á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann hafi því ákveðið að styðja Samfylkinguna og ganga í flokkinn - fari svo að hann bjóði sig þar fram.

Dagur hyggst tilkynna um hvort af framboði hans verður nú fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×