Karlar gefa dýrari jólagjafir, en konur fleiri 4. desember 2005 10:00 Tæplega fjörtíu milljarðar króna skipta um hendur nú fyrir jólin, samkvæmt spá Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst og er búist við metári. Að jafnaði er búist við að jólavelta verslana geti aukist um 20 prósent nú fyrir jólin. Að hluta til er verið að kaupa jólamatinn, jólaskrautið og allt hitt sem snýr að því að halda gleðileg og skrautleg jól. Að stórum hluta er aukin verslun í desembermánuði vegna þess að verið er að kaupa jólagjafirnar. Fréttablaðið hafði áhuga á að forvitnast aðeins um jólagjafakaup landans og spurði því í síðustu könnun hvað svarandi reiknaði með að eyða í jólagjafir þetta árið og hvað átti að gefa margar jólagjafir. Svörin voru allt frá því að eyða engu í jólagjafir, vegna þess að engar voru gefnar eða þær voru allar búnar til, upp í að eyða ríflega hálfri milljón til að gleðja fjölskyldu og vini. Ekki var óalgengt að þeir sem spurðir voru margfölduðu einfaldlega fjölda jólagjafa með tíu til að reikna út hversu mikið jólagjafirnar muni koma til með að kosta. Flestir voru á því að eyða heldur minna, eins og sést á því að að meðaltali sögðust svarendur ætla að eyða 3.773 krónum í hverja jólagjöf.Rúmlega 55 þúsund í jólagjafirSamkvæmt könnuninni mun hver fullorðinn einstaklingur kaupa jólagjafir fyrir 55.291 krónu, en það er misjafnt hversu gjafmild við erum. Greinilegur munur er bæði á milli kynjanna og á milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Karlar eru rausnarlegri í því hversu miklu þeir eru tilbúnir til að eyða í hverja gjöf og sögðust tilbúnir til að reiða fram allt að 58.612 krónur, á meðan konur sögðust ætla að kaupa gjafir fyrir 51.904 krónur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins sögðust ætla að eyða 56.183 krónum í jólagjafir þetta árið, en íbúar landsbyggðarinnar hyggjast borga 53.976 fyrir sínar gjafir. Karlar á höfuðborgarsvæðinu ætla svo að eyða mest, eða rúmlega 61 þúsundum í jólagjafir. Konur á höfuðborgarsvæðinu ætla svo að eyða minnst, eða um 51.500 krónum. Fimmtán sem á að gleðjaEinnig er munur hvað við ætlum að gefa margar gjafir og snúast þá tölurnar við. Þeir sem ætla að eyða meiru, ætla að gefa færri gjafir. Að meðaltali eru það fimmtán ættingjar og ástvinir sem fá frá hverjum gjöf. Konur ætla að gefa aðeins fleiri gjafir að meðaltali, eða sextán, á meðan karlar telja sig þekkja fjórtán sem gleðja á með gjöf. Íbúar landsbyggðarinnar þekkja líka fleiri sem þarf að gleðja en íbúar höfuðborgarinnar, því þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins gefa sextán gjafir, en íbúar Reykjavíkur og nágrennis ætla að gefa þrettán. Það eru konur á landsbyggðinni sem ætla að gefa flestar gjafirnar, eða 17, en karlar í höfuðborginn reikna með að gefa 12 gjafir að meðaltali. Dýrustu gjafirnarÞað eru því karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins sem gefa dýrustu jólagjafirnar fyrir þessi jólin. Karlar á höfuðborgarsvæðinu gefa svo allra dýrustu gjafirnar. Ef skoðað er hvað meðalverð á jólagjöf, út frá þeim upplýsingum sem við höfum fyrir hendi, mun hver gjöf kosta um 3.773 krónur. Fyrir þá upphæð er til dæmis hægt að kaupa ágæta bók. Íbúar höfuðborgarsvæðisins reikna með heldur meiri kostnaði á jólagjöf, eða 4.169 á meðan þeir sem búa utan þess svæðis ráðgera að hver gjöf kosti 3.274 krónur. Konur eru heldur sparsamari á hverja jólagjöf en karlar, og ætla að eyða 3.332 krónum á gjöf, á meðan karlar ætla að eyða 4.296 krónum í gjöf. Fyrir hverja gjöf eru það karlar á höfuðborgarsvæðinu sem eru reiðubúnir til að kosta mestu til, eða rúmlega 4.900 krónum. Konur á landsbyggðinni eru hins vegar tilbúnar að borga að meðaltali 3.030 krónur fyrir hverja gjöf. Þegar kemur að jólunum er þó gott að muna að það er hugurinn sem skiptir máli, en ekki verðmiðinn á gjöfinni. Könnunin fór þannig fram að hringt var í 800 manns þann 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurningarnar voru tvær, annars vegar; Hve miklu ætlar þú að eyða í jólagjafir á þessu ári? og hins vegar; Hvað munt þú gefa margar jólagjafir í ár? 63,1 prósent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu til fyrri spurningarinnar, 87,8 prósent tóku afstöðu til þeirrar síðari. Innlent Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Tæplega fjörtíu milljarðar króna skipta um hendur nú fyrir jólin, samkvæmt spá Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst og er búist við metári. Að jafnaði er búist við að jólavelta verslana geti aukist um 20 prósent nú fyrir jólin. Að hluta til er verið að kaupa jólamatinn, jólaskrautið og allt hitt sem snýr að því að halda gleðileg og skrautleg jól. Að stórum hluta er aukin verslun í desembermánuði vegna þess að verið er að kaupa jólagjafirnar. Fréttablaðið hafði áhuga á að forvitnast aðeins um jólagjafakaup landans og spurði því í síðustu könnun hvað svarandi reiknaði með að eyða í jólagjafir þetta árið og hvað átti að gefa margar jólagjafir. Svörin voru allt frá því að eyða engu í jólagjafir, vegna þess að engar voru gefnar eða þær voru allar búnar til, upp í að eyða ríflega hálfri milljón til að gleðja fjölskyldu og vini. Ekki var óalgengt að þeir sem spurðir voru margfölduðu einfaldlega fjölda jólagjafa með tíu til að reikna út hversu mikið jólagjafirnar muni koma til með að kosta. Flestir voru á því að eyða heldur minna, eins og sést á því að að meðaltali sögðust svarendur ætla að eyða 3.773 krónum í hverja jólagjöf.Rúmlega 55 þúsund í jólagjafirSamkvæmt könnuninni mun hver fullorðinn einstaklingur kaupa jólagjafir fyrir 55.291 krónu, en það er misjafnt hversu gjafmild við erum. Greinilegur munur er bæði á milli kynjanna og á milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Karlar eru rausnarlegri í því hversu miklu þeir eru tilbúnir til að eyða í hverja gjöf og sögðust tilbúnir til að reiða fram allt að 58.612 krónur, á meðan konur sögðust ætla að kaupa gjafir fyrir 51.904 krónur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins sögðust ætla að eyða 56.183 krónum í jólagjafir þetta árið, en íbúar landsbyggðarinnar hyggjast borga 53.976 fyrir sínar gjafir. Karlar á höfuðborgarsvæðinu ætla svo að eyða mest, eða rúmlega 61 þúsundum í jólagjafir. Konur á höfuðborgarsvæðinu ætla svo að eyða minnst, eða um 51.500 krónum. Fimmtán sem á að gleðjaEinnig er munur hvað við ætlum að gefa margar gjafir og snúast þá tölurnar við. Þeir sem ætla að eyða meiru, ætla að gefa færri gjafir. Að meðaltali eru það fimmtán ættingjar og ástvinir sem fá frá hverjum gjöf. Konur ætla að gefa aðeins fleiri gjafir að meðaltali, eða sextán, á meðan karlar telja sig þekkja fjórtán sem gleðja á með gjöf. Íbúar landsbyggðarinnar þekkja líka fleiri sem þarf að gleðja en íbúar höfuðborgarinnar, því þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins gefa sextán gjafir, en íbúar Reykjavíkur og nágrennis ætla að gefa þrettán. Það eru konur á landsbyggðinni sem ætla að gefa flestar gjafirnar, eða 17, en karlar í höfuðborginn reikna með að gefa 12 gjafir að meðaltali. Dýrustu gjafirnarÞað eru því karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins sem gefa dýrustu jólagjafirnar fyrir þessi jólin. Karlar á höfuðborgarsvæðinu gefa svo allra dýrustu gjafirnar. Ef skoðað er hvað meðalverð á jólagjöf, út frá þeim upplýsingum sem við höfum fyrir hendi, mun hver gjöf kosta um 3.773 krónur. Fyrir þá upphæð er til dæmis hægt að kaupa ágæta bók. Íbúar höfuðborgarsvæðisins reikna með heldur meiri kostnaði á jólagjöf, eða 4.169 á meðan þeir sem búa utan þess svæðis ráðgera að hver gjöf kosti 3.274 krónur. Konur eru heldur sparsamari á hverja jólagjöf en karlar, og ætla að eyða 3.332 krónum á gjöf, á meðan karlar ætla að eyða 4.296 krónum í gjöf. Fyrir hverja gjöf eru það karlar á höfuðborgarsvæðinu sem eru reiðubúnir til að kosta mestu til, eða rúmlega 4.900 krónum. Konur á landsbyggðinni eru hins vegar tilbúnar að borga að meðaltali 3.030 krónur fyrir hverja gjöf. Þegar kemur að jólunum er þó gott að muna að það er hugurinn sem skiptir máli, en ekki verðmiðinn á gjöfinni. Könnunin fór þannig fram að hringt var í 800 manns þann 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurningarnar voru tvær, annars vegar; Hve miklu ætlar þú að eyða í jólagjafir á þessu ári? og hins vegar; Hvað munt þú gefa margar jólagjafir í ár? 63,1 prósent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu til fyrri spurningarinnar, 87,8 prósent tóku afstöðu til þeirrar síðari.
Innlent Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira