Innlent

Forsetinn afhendir styrki

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í gær 26 einstaklingum og fulltrúum félagasamtaka styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga. Afhendingin fór fram í Listasafninu á Akureyri og samtals nam úthlutunin úr sjóðnum að þessu sinni rúmum 4,2 milljónum króna. Alls bárust 128 umsóknir um styrki en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Allt frá árinu 1935 hefur KEA úthlutað styrkjum til menningar-, íþrótta-, mennta- og velferðarmála í Eyjafirði og báðum Þingeyjarsýslum. Í ár hefur Menningar- og viðurkenningarsjóðurinn varið um 18 milljónum króna til verkefna á félagssvæði KEA og eru þá ótaldir styrkir við önnur tilfallandi verkefni sem nema samtals um 12 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×