Innlent

Ríkisstjórnin hefði mátt hugsa sinn gang betur

Það er auðvelt að færa sæmileg rök fyrir því að ríkisstjórnin hefði mátt hugsa sinn gang betur áður en ráðist var í breytingar á húsnæðisstefnunni í byrjun uppsveiflunnar árið 2003, sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um hgastjórnarvandann í morgun. Davíð sagði að skynsamlegra hefði verið að geyma þær til loka hagsveiflunnar. Enn fremur sagði hann að hann vænti þess að menn áttuðu sig að hvaða forsætisráðherra gagnrýnin beindist.

Davíð sagði enn fremur að aðgangur að íbúðalánumhefðialdrei betrihér á landi enbentiású samkeppnisstaða sem nú ríkti á húsnæðismarkaði gengi ekki, þar sem einn aðili nyti lánstrausts ríkissjóðs, greiddi ekki ábyrgðargjald og væri undanþeginn ýmsum gjöldum sem keppinautarnir bæru. Þessari skipan þyrfti að koma í eðlilegt horf sem allra fyrst.

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningadeildar Íslandsbanka, gagnrýndi Seðlabankann á fundinum fyrir að hækka vexti of lítið í síðustu viku en Davíð svaraði því til að menn yrðu að horfa á hlutina í samhengi og að 25 punkta hækkun eftir 75 punkta hækkun væri ekki lítil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×