Tveir af þremur borum óstarfhæfir 5. desember 2005 05:00 Ekið inn í göng í Fljótsdal. Borverk Kárahnjúkavirkjunar hefur tafist nokkuð vegna misgengja í jarðlögum, en ofanjarðar ræður árstími og tíðarfar för. Á vef virkjunarinnar kemur fram að í síðustu viku hafi náðst að bæta ögn við fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu og steypa auk þess tæplega 1.500 fermetra af vatnskápu stíflunnar. Borverk Kárahnjúkavirkjunar er nú rúmum tveimur mánuðum á eftir áætlun, að mati Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa virkjunarinnar hjá Landsvirkjun. Hann segir tvær leiðir helstar í stöðunni til að vinna upp glataðan tíma. "Staðan er þannig að bor eitt hægði á sér tímabundið, hann er að fara í gegnum misgengi sem er nú ekkert mjög alvarlegt, en liggur skáhallt á göngin," segir hann en bætir við að framundan sé hagstæðara berg. "Í sjálfu sér er ekkert erfitt að bora, en það þarf að styrkja jafnóðum fyrir aftan borinn og það tefur. En þetta er nú bara eðlileg töf." Sigurður segir mjög erfitt að kortleggja misgengi sem þessi. "Borarnir eru þarna á 150 til 250 metra dýpi." Sigurður bendir á að bor númer tvö sé kominn í ágætisberg og herði skriðið, en á þriðjudag fór hann 40 metra á einum degi. "Sem er mikið meira en meðalafköst sem eru 25 metrar og er í ágætisbergi. Bor þrjú er svo í samsetningu inni í fjallinu, búið að snúa honum við og reiknað með að hann fari í gang eftir svona tvær vikur." Sigurður segir ýmsar leiðir færar til að vinna upp töfina, en helst sé horft til tveggja. "Einfaldast er bara að bora hraðar, en hin er að vinna að fráganginum samhliða borun. Það er verið að skoða leiðir til þess og er í rauninni að einhverju leyti byrjað." Hann segir að Landsvirkjun hafi ekki viljað spá nákæmlega fyrir um lok verksins, fyrr en málin skýrist að áliðnum vetri. "En þetta snýst fyrst og fremst um gangsetningu á virkjuninni, fyrstu vél, í apríl 2007, en svo er náttúrlega hin merkilega dagsetningin þegar öll virkjunin er komin í gagnið, en þar er stefnt á október 2007." Sigurður segir viðræður Landsvirkjunar við Impregilo vegna mögulegra viðbótargreiðslna til verktakans enn á byrjunarstigi, en fyrirtækið kann að eiga á þeim rétt vegna tafa sem orðið hafa af vatnsaga í göngum og misgengjanna. Viðbótargreiðsla gæti numið milljörðum. Þá óskaði Landsvirkjun nú um mánaðamótin eftir tilboðum í fjóra verkþætti Hraunaveitu og Ufsarstíflu Kárahnjúkavirkjunar, sem öllum á að ljúka á árinu 2008. Þar er um að ræða lokubúnað og stálfóðringu fyrir Hraunaveitu og Ufsarstíflu og svo vegna gerðar Ufsarstíflu og stíflu, ganga og skurða vegna Hraunaveitu. Innlent Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Borverk Kárahnjúkavirkjunar er nú rúmum tveimur mánuðum á eftir áætlun, að mati Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa virkjunarinnar hjá Landsvirkjun. Hann segir tvær leiðir helstar í stöðunni til að vinna upp glataðan tíma. "Staðan er þannig að bor eitt hægði á sér tímabundið, hann er að fara í gegnum misgengi sem er nú ekkert mjög alvarlegt, en liggur skáhallt á göngin," segir hann en bætir við að framundan sé hagstæðara berg. "Í sjálfu sér er ekkert erfitt að bora, en það þarf að styrkja jafnóðum fyrir aftan borinn og það tefur. En þetta er nú bara eðlileg töf." Sigurður segir mjög erfitt að kortleggja misgengi sem þessi. "Borarnir eru þarna á 150 til 250 metra dýpi." Sigurður bendir á að bor númer tvö sé kominn í ágætisberg og herði skriðið, en á þriðjudag fór hann 40 metra á einum degi. "Sem er mikið meira en meðalafköst sem eru 25 metrar og er í ágætisbergi. Bor þrjú er svo í samsetningu inni í fjallinu, búið að snúa honum við og reiknað með að hann fari í gang eftir svona tvær vikur." Sigurður segir ýmsar leiðir færar til að vinna upp töfina, en helst sé horft til tveggja. "Einfaldast er bara að bora hraðar, en hin er að vinna að fráganginum samhliða borun. Það er verið að skoða leiðir til þess og er í rauninni að einhverju leyti byrjað." Hann segir að Landsvirkjun hafi ekki viljað spá nákæmlega fyrir um lok verksins, fyrr en málin skýrist að áliðnum vetri. "En þetta snýst fyrst og fremst um gangsetningu á virkjuninni, fyrstu vél, í apríl 2007, en svo er náttúrlega hin merkilega dagsetningin þegar öll virkjunin er komin í gagnið, en þar er stefnt á október 2007." Sigurður segir viðræður Landsvirkjunar við Impregilo vegna mögulegra viðbótargreiðslna til verktakans enn á byrjunarstigi, en fyrirtækið kann að eiga á þeim rétt vegna tafa sem orðið hafa af vatnsaga í göngum og misgengjanna. Viðbótargreiðsla gæti numið milljörðum. Þá óskaði Landsvirkjun nú um mánaðamótin eftir tilboðum í fjóra verkþætti Hraunaveitu og Ufsarstíflu Kárahnjúkavirkjunar, sem öllum á að ljúka á árinu 2008. Þar er um að ræða lokubúnað og stálfóðringu fyrir Hraunaveitu og Ufsarstíflu og svo vegna gerðar Ufsarstíflu og stíflu, ganga og skurða vegna Hraunaveitu.
Innlent Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira