Eins og Ingjaldsfíflið 4. desember 2005 10:45 Finnbogi Hermannsson Við Aðalstræti á Ísafirði er veitinga- og kaffhúsið Langi Mangi; nafnið að sjálfsögðu borið fram að vestfirskum hætti. Þetta er vistlegur staður í gömlu íbúðarhúsnæði; samsettur af nokkrum misstórum herbergjum utan um barinn í miðju hússins, þar sem eldhúsið hefur vísast verið á árum áður. Ljósmyndasýning stendur yfir á veggjunum; svart/hvítar myndir frá Ísafirði og víðar. Mark Knopfler sér um ómþýðan undirleik. Loðmundur að austanFinnbogi er vörpulegur maður á alla kanta; stór og þrekinn. Gráskeggjaður og góðlegur; höndin þykk og hlý. Hann er hress í bragði, hlær dillandi hlátri; tekur í nefið og snýtir sér hraustlega. Öryggið er í fyrirrúmi hjá Finnboga; hann gengur bæði með belti og axlabönd. Hann hefur gaman af alls kyns spaugsemi og skemmtisögum. Segir eina af sjálfum sér. "Ég kom þarna suður til ykkar á Fréttablaðinu að hitta Kára Jónasson ritstjóra og gerði það af skömm minni að segja við stúlkuna í afgreiðslunni að ég héti Loðmundur og kæmi að austan að hitta Kára. Hún lét sér hvergi bregða heldur hringdi í Kára og sagði honum að það væri einhver Loðmundur kominn að hitta hann. Hleyptu honum inn sagði Kári og hafði eflaust grun um hver væri á ferðinni." Banghagur maðurFlestir landsmenn kannast við Finnboga úr útvarpinu og síðar sjónvarpinu en hann hefur verið forstöðumaður Svæðisútvarps Vestfjarða frá stofnun 1989. Það var þó ekki útvarpsmennskan sem dró hann hingað vestur á sínum tíma, heldur kennsla. Fyrst í Súðavík og síðar á Núpi, þar sem útvarpsmennskan hófst með þættinum Að vestan. Annars er Finnbogi kominn af smiðum í ættir fram og ólst upp við smíðavinnu. Hann gerir þó lítið úr afrekum sínum á því sviði. "Maður er banghagur eins og það er kallað", segir hann kímileitur, "og nokkuð liðtækur í bílaviðgerðum", bætir hann við og strýkur skeggið. Tvírifað í stúfVið fáum rjúkandi kaffi á borð og Finnbogi fær sér í nefið. Talið berst að bílum en Finnbogi er sérstakur áhugamaður um bíla og bílasögu. Hann er hafsjór af fróðleik um bíla og kann aragrúa af sögum um einstaka bíla og eigendur þeirra. En myndi hann kalla þetta bíladellu? "Áreiðanlega", segir hann og brosir. "En svo blandast þetta saman við almennan sagnfræðiáhuga og almennan fróðleik". Eitt af því sem sameinar þetta er stálminni Finnboga á bílnúmer, sérstaklega þau gömlu og það nægir að nefna gamalt númer; Finnbogi er vís til að muna á hvaða bíl það var og hver átti hann. "Þau hafa stimplast ótrúlega inn", segir hann hugsi. "Það er sagt að sumt fólk, sem stundum er talið andlega bjagað, hafi svona sérgáfu... þetta er líkast á því rólinu", bætir hann íbygginn við og skellihlær. Og það hangir fleira á þessari spýtu því Finnbogi man gjörla fjármarkið hjá Páli Árnasyni bónda á Litlu-Reykjum þar sem hann var í sveit. "Það var tvírifað í stúf og gagnbitað vinstra", segir hann hikstalaust. Hefur gaman af drossíumSem bílaáhugamaður hefur Finnbogi átt marga bíla um dagana en hann segir þá þó færri en tilefni gefur til. Og skýringin er sú að hann er frekar fastheldinn á bíla. "Þeir safnast upp hjá mér", útskýrir hann og glottir. "Ég á reyndar ekki nema fjóra núna og þar af einn í varahluti", bætir hann við og snýtir sér. Hann á sem sagt tvo Volvobíla; 240 gerðina, módel 1987 og 1988, Subaru og loks Grand Cherokee jeppa. Er þó enginn jeppakall að sögn. "Nei, ég er það ekki... þið afsakið", segir hann og skellir upp úr. "Ég hef ekkert gaman af jeppum en ég hef gaman af drossíum", bætir hann við með hlýju í röddinni og rifjar upp nokkrar gamlar og góðar drossíur sem hann hefur átt um dagana. Hákarlstugga JaggersFlesta fréttamenn dreymir um að landa stóru fréttinni einhvern tímann á ferlinum. Sumir myndu segja að stóra fréttin hans Finnboga hafi verið koma Micks Jagger til Ísafjarðar um verslunarmannahelgina 1999. "Ég stóð uppi á stillans og var að mála þegar Kári Jónasson hringdi frá Fréttastofunni í Reykjavík og tjáði mér að Mick Jagger væri á Ísafirði", rifjar Finnbogi upp með bros á vör. Og hann dreif sig í bæinn, niður í Neðstakaupstað en þá var Jagger nýfarinn úr Byggðasafninu þar sem einhver hafði gefið honum hákarl. "Jagger spýtti hákarlinum út úr sér en sem betur fer var þarna drengur sem hafði vit á að hirða tugguna og setja hana í krukku", segir Finnbogi og nú hlæjum við svo dátt að fólk á næstu borðum lítur forviða á okkur. Stones mínir mennFinnbogi fann svo Jagger í minjagripaverslun í miðbænum og tókst með lagni að ná tali af goðinu. "Ég náði bara augnsambandi við hann svona eins og maður nær augnsambandi við hund eða kött", segir Finnbogi og hristist allur af hlátri. Og þeir áttu ágætisspjall saman, þar sem Finnbogi sagði Jagger meðal annars frá því að hann hefði alla tíð haldið upp á Rolling Stones. "Þetta hafa alltaf verið mínir menn", segir Finnbogi sannfærandi röddu. Hættir á næsta áriÁ næsta ári hyggst Finnbogi láta af störfum hjá útvarpinu; verður þá kominn á hina gullnu 95 ára reglu hjá ríkinu. Hann segir starfið oft á tíðum lýjandi; í mörgu að mæðast og álagið hafi aukist með árunum. "Maður er kannski að vinna fyrir útvarpið, sjónvarpið og svæðisfréttirnar allt í senn og það eru erfiðar dagar þegar maður er svona margklofinn, maður er eins og Ingjaldsfíflið, deilist sem víðast", segir hann hlæjandi og fær sér svo korn í aðra nösina. EftirmælinHann segist í raun hlakka til að hætta, þó að hann hætti að sjálfsögðu ekki að vinna. "Það eru mörg verkefni framundan, en ég segi oft eins og Jón Helgason prófessor:" Senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki, senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki, spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði. Við segjum bara amen eftir efninu; kveðjum Finnboga og notaleg húsakynni Langa Manga og göngum út í ísfirskt kvöldkulið. Innlent Menning Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Við Aðalstræti á Ísafirði er veitinga- og kaffhúsið Langi Mangi; nafnið að sjálfsögðu borið fram að vestfirskum hætti. Þetta er vistlegur staður í gömlu íbúðarhúsnæði; samsettur af nokkrum misstórum herbergjum utan um barinn í miðju hússins, þar sem eldhúsið hefur vísast verið á árum áður. Ljósmyndasýning stendur yfir á veggjunum; svart/hvítar myndir frá Ísafirði og víðar. Mark Knopfler sér um ómþýðan undirleik. Loðmundur að austanFinnbogi er vörpulegur maður á alla kanta; stór og þrekinn. Gráskeggjaður og góðlegur; höndin þykk og hlý. Hann er hress í bragði, hlær dillandi hlátri; tekur í nefið og snýtir sér hraustlega. Öryggið er í fyrirrúmi hjá Finnboga; hann gengur bæði með belti og axlabönd. Hann hefur gaman af alls kyns spaugsemi og skemmtisögum. Segir eina af sjálfum sér. "Ég kom þarna suður til ykkar á Fréttablaðinu að hitta Kára Jónasson ritstjóra og gerði það af skömm minni að segja við stúlkuna í afgreiðslunni að ég héti Loðmundur og kæmi að austan að hitta Kára. Hún lét sér hvergi bregða heldur hringdi í Kára og sagði honum að það væri einhver Loðmundur kominn að hitta hann. Hleyptu honum inn sagði Kári og hafði eflaust grun um hver væri á ferðinni." Banghagur maðurFlestir landsmenn kannast við Finnboga úr útvarpinu og síðar sjónvarpinu en hann hefur verið forstöðumaður Svæðisútvarps Vestfjarða frá stofnun 1989. Það var þó ekki útvarpsmennskan sem dró hann hingað vestur á sínum tíma, heldur kennsla. Fyrst í Súðavík og síðar á Núpi, þar sem útvarpsmennskan hófst með þættinum Að vestan. Annars er Finnbogi kominn af smiðum í ættir fram og ólst upp við smíðavinnu. Hann gerir þó lítið úr afrekum sínum á því sviði. "Maður er banghagur eins og það er kallað", segir hann kímileitur, "og nokkuð liðtækur í bílaviðgerðum", bætir hann við og strýkur skeggið. Tvírifað í stúfVið fáum rjúkandi kaffi á borð og Finnbogi fær sér í nefið. Talið berst að bílum en Finnbogi er sérstakur áhugamaður um bíla og bílasögu. Hann er hafsjór af fróðleik um bíla og kann aragrúa af sögum um einstaka bíla og eigendur þeirra. En myndi hann kalla þetta bíladellu? "Áreiðanlega", segir hann og brosir. "En svo blandast þetta saman við almennan sagnfræðiáhuga og almennan fróðleik". Eitt af því sem sameinar þetta er stálminni Finnboga á bílnúmer, sérstaklega þau gömlu og það nægir að nefna gamalt númer; Finnbogi er vís til að muna á hvaða bíl það var og hver átti hann. "Þau hafa stimplast ótrúlega inn", segir hann hugsi. "Það er sagt að sumt fólk, sem stundum er talið andlega bjagað, hafi svona sérgáfu... þetta er líkast á því rólinu", bætir hann íbygginn við og skellihlær. Og það hangir fleira á þessari spýtu því Finnbogi man gjörla fjármarkið hjá Páli Árnasyni bónda á Litlu-Reykjum þar sem hann var í sveit. "Það var tvírifað í stúf og gagnbitað vinstra", segir hann hikstalaust. Hefur gaman af drossíumSem bílaáhugamaður hefur Finnbogi átt marga bíla um dagana en hann segir þá þó færri en tilefni gefur til. Og skýringin er sú að hann er frekar fastheldinn á bíla. "Þeir safnast upp hjá mér", útskýrir hann og glottir. "Ég á reyndar ekki nema fjóra núna og þar af einn í varahluti", bætir hann við og snýtir sér. Hann á sem sagt tvo Volvobíla; 240 gerðina, módel 1987 og 1988, Subaru og loks Grand Cherokee jeppa. Er þó enginn jeppakall að sögn. "Nei, ég er það ekki... þið afsakið", segir hann og skellir upp úr. "Ég hef ekkert gaman af jeppum en ég hef gaman af drossíum", bætir hann við með hlýju í röddinni og rifjar upp nokkrar gamlar og góðar drossíur sem hann hefur átt um dagana. Hákarlstugga JaggersFlesta fréttamenn dreymir um að landa stóru fréttinni einhvern tímann á ferlinum. Sumir myndu segja að stóra fréttin hans Finnboga hafi verið koma Micks Jagger til Ísafjarðar um verslunarmannahelgina 1999. "Ég stóð uppi á stillans og var að mála þegar Kári Jónasson hringdi frá Fréttastofunni í Reykjavík og tjáði mér að Mick Jagger væri á Ísafirði", rifjar Finnbogi upp með bros á vör. Og hann dreif sig í bæinn, niður í Neðstakaupstað en þá var Jagger nýfarinn úr Byggðasafninu þar sem einhver hafði gefið honum hákarl. "Jagger spýtti hákarlinum út úr sér en sem betur fer var þarna drengur sem hafði vit á að hirða tugguna og setja hana í krukku", segir Finnbogi og nú hlæjum við svo dátt að fólk á næstu borðum lítur forviða á okkur. Stones mínir mennFinnbogi fann svo Jagger í minjagripaverslun í miðbænum og tókst með lagni að ná tali af goðinu. "Ég náði bara augnsambandi við hann svona eins og maður nær augnsambandi við hund eða kött", segir Finnbogi og hristist allur af hlátri. Og þeir áttu ágætisspjall saman, þar sem Finnbogi sagði Jagger meðal annars frá því að hann hefði alla tíð haldið upp á Rolling Stones. "Þetta hafa alltaf verið mínir menn", segir Finnbogi sannfærandi röddu. Hættir á næsta áriÁ næsta ári hyggst Finnbogi láta af störfum hjá útvarpinu; verður þá kominn á hina gullnu 95 ára reglu hjá ríkinu. Hann segir starfið oft á tíðum lýjandi; í mörgu að mæðast og álagið hafi aukist með árunum. "Maður er kannski að vinna fyrir útvarpið, sjónvarpið og svæðisfréttirnar allt í senn og það eru erfiðar dagar þegar maður er svona margklofinn, maður er eins og Ingjaldsfíflið, deilist sem víðast", segir hann hlæjandi og fær sér svo korn í aðra nösina. EftirmælinHann segist í raun hlakka til að hætta, þó að hann hætti að sjálfsögðu ekki að vinna. "Það eru mörg verkefni framundan, en ég segi oft eins og Jón Helgason prófessor:" Senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki, senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki, spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði. Við segjum bara amen eftir efninu; kveðjum Finnboga og notaleg húsakynni Langa Manga og göngum út í ísfirskt kvöldkulið.
Innlent Menning Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira