Innlent

Fórnarlambi enn haldið sofandi

Fórnarlambi líkamsárásar á Laugarvegi í gærmorgun, er enn haldið sofandi í öndunarvél. Annar mannanna sem voru handteknir í kjölfarið, var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinnum var sleppt.

Dómari féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar í Reykjavík yfir hinum árásarmanninum, þar sem það þótti ekki ógna rannsóknarhagsmunum að hann gengi laus. Árásarmennirnir, sem eru tuttugu og fjögurra og tuttugu og sex ára, voru yfirheyrðir í allan gærdag og lögreglan rannsakaði vettvangin ítrekað í gær. Fórnarlambið, rúmlega þrítugur karlmaður, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi með slæma höfuðáverka. Hann gekkst undir aðgerð í gærdag, en er nú haldið sofandi í öndunavél. Ekki er talið að árásarmennirnir og fórnarlambið hafi þekkst nokkuð fyrir árásina, -og ekkert bendir til þess, - að sögn lögreglu, - að árásin hafi verið fyrirfram skipulögð. Ágreiningur mun hafa komið upp á milli þeirra, - á gangstéttinnni á móts við Mál og Menningu á Laugarveginum, sem enduðu með hinni blóðugu líkamsárás. Allir mennirnir þrír, voru ölvaðir, eftir því sem næst verðu komist.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×