Innlent

Flugvél Air Canada lent á Keflavíkurvelli

Flugvél flugfélagsins Air Canada lenti á Keflavíkurvelli um fjögurleytið í dag með bilaðan hreyfil, heilu og höldnu. Um borð voru tæplega 300 manns, farþegar og áhöfn. Þotan er af gerðinni Airbus 330, og var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada þegar bilunar varð vart. Ekki er vitað hvenær flugvélin heldur för sinni yfir hafið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×