Innlent

Aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina

MYND/Vilhelm

Starfsmenn kirkjugarðanna munu eins og undanfarin ár aðstoða fólk sem hyggst huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða starfsmenn á vettvangi í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallagarði og aðstoða fólk eftir bestu getu. Þeim sem ekki öruggir um að rata að leiðunum er bent á að leita sér upplýsinga á aðalskrifstofu kirkjugarðanna í Fossvogi og Gufunesi og þá er hægt að nálgast staðsetningu leiða á vefnum gardur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×