Innlent

Íbúarnir mjög áhyggjufullir

Njálsgata 7. Kynferðisbrotamaðurinn býr ekki lengur í húsinu en íbúar þess hafa áhyggjur af árásum á það.
Njálsgata 7. Kynferðisbrotamaðurinn býr ekki lengur í húsinu en íbúar þess hafa áhyggjur af árásum á það.

Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan þríbýlishús við Njálsgötu aðfaranótt laugardags, lét ófriðlega og kastaði eggjum í húsið. Ástæðan fyrir árásunum á húsið var sú að fólkið taldi það vera heimili Stefáns Hjaltested sem kallaður hefur verið svefnnauðgarinn.

Lögreglu barst tilkynning um ólætin frá íbúa hússins en hópurinn leystist upp eftir komu hennar svo hún þurfti ekki að hafa frekari afskipti af fólkinu. Einn af íbúum hússins var mjög sleginn yfir aðgerðum fólksins og sagði þetta vera aðra helgina í röð sem ráðist væri með þessum hætti á húsið. Hann sagði að Stefán byggi ekki lengur í húsinu og því væri það saklaust fólk sem yrði fyrir óþægindum af þessum árásum. Íbúinn sagði þá sem byggju í húsinu vera áhyggjufulla og ekki vita á hverju þeir ættu næst von.

Stefán Hjaltested var nýlega dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun, en hann er talinn hafa gefið fórnarlambinu svefnlyf til þess að koma fram vilja sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×