Innlent

Íhugar alvarlega framboð

Ekki lengur óflokksbundinn. Ef Dagur tekur þá ákvörðun að bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor, ætlar hann að ganga til liðs við Samfylkinguna.
Ekki lengur óflokksbundinn. Ef Dagur tekur þá ákvörðun að bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor, ætlar hann að ganga til liðs við Samfylkinguna.

Dagur B. Eggertsson, óflokksbundinn borgarfulltrúi R-listans, íhugar alvarlega að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum.

"Það var býsna fjarri mér að fara í framboð þegar Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða ekki fram aftur og sagði strax þá að ég gerði ekki ráð fyrir því að fara fram," segir Dagur en hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag.

"Það á frekar illa við mig að sitja með hendur í skauti og horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn vinna óverðskuldaðan stórsigur," segir Dagur sem ætlar að gera upp hug sinn fyrir jól.

Ef af verður ætlar Dagur að ganga til liðs við Samfylkinguna þrátt fyrir að flokkurinn gangist fyrir opnu prófkjöri í vor þar sem óflokksbundnir geta tekið þátt.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, fagnar þeim möguleika að Dagur gangi til liðs við flokkinn.

"Við erum auðvitað mjög ánægð með að Samfylkingin dragi að sér atorkumikið og hæfileikaríkt ungt fólk," segir Ingibjörg og kveðst sjálf hafa hvatt Dag til að ganga til liðs við flokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×