Færeyjar

Þrettán Færeyingar sæmdir riddarakrossi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi í dag þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september árið 1970.

Forseti Íslands heimsækir Færeyjar
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen.

Kristinn þjálfar stúlknalandslið Færeyja
Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa hjá færeyska handknattleikssambandinu. Hann mun stýra stúlknalandsliði Færeyja sem skipað er leikmönnum fæddum 2006-2007.

Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“
Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni.

Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar.

Bakarísferð fjármálaráðherra Færeyja varð honum að falli
Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, hefur sagt af sér embætti eftir að hann var gripinn af lögreglu fyrir ölvunarakstur.

Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“
Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða.

Davíð Óskar leikstýrir nýrri glæpaþáttaröð sem gerist í Færeyjum
Íslenski leikstjórinn Davíð Óskar Ólafsson er annar tveggja leikstjóra dönsk-færeysku glæpaseríunnar TROM. Þættirnir voru teknir upp í Færeyjum og fóru tökur fram á síðasta ári.

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins
Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Færeyskur Íslandsvinur útskýrir hvað við þurfum að gera
Hvergi í heiminum smitast eins margir af kórónuveirunni daglega og í Færeyjum, en enginn er á sjúkrahúsi. Þess vegna ætla stjórnvöld þar í landi að aflétta öllum samkomutakmörkunum í næsta mánuði - það var ekkert annað í stöðunni, segir færeyskur Íslandsvinur.

Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir
Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars.

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði
Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Færeyski Michelin-staðurinn flytur til Grænlands
Eigendur færeyska veitingastaðarins Koks, sem býr yfir tveimur Michelin-stjörnum, hyggjast loka í Færeyjum og flytja staðinn tímabundið til Grænlands.

Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás
Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum.

Metfjöldi greindist í Færeyjum
Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi.

Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás
Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg.

Viðræður við Færeyinga um að samnýta gamla Herjólf
Gamli Herjólfur gæti fengið framhaldslíf í Færeyjum en samt þjónað áfram sem varaferja fyrir Vestmannaeyjar, samkvæmt viðræðum sem eiga sér stað við Færeyinga um samnýtingu skipsins.

Margir starfsmenn Landssjúkrahússins í Færeyjum með Covid-19
Að minnsta kosti 25 starfsmenn á skurðdeildum Landssjúkrahússins í Færeyjum hafa greinst með kórónuveiruna. Búið er að staðfesta að sumir þeirra hafi sýkst af omíkron-afbrigðinu.

Tíu nú látnir af völdum Covid-19 í Færeyjum
Tíu hafa nú látist af völdum Covid-19 í Færeyjum frá upphafi heimsfaraldursins. Færeysk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gær að tveir hafi látist af völdum Covid-19 á sunnudag.

RAX Augnablik: Var kominn með hælana út fyrir brúnina á tvö hundruð metra fuglabjargi
Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar Axelsson elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi.