Innlent

Guðmundur segist ekki vilja svara

Framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita, segir félagið ekki skoða málefni Guðmundar Magnússonar og bókar hans um Thorsættina nemi höfundurinn sjálfur óski þess. Fyrsta prentun bókarinnar var fargað og nýtt handrit prentað og sett í búðir.

Ástæðan mun samkvæmt heimildum NFS vera sú að í bókinni var fjallað um hjónaband Þóru Hallgrímsson og fyrrum manns hennar.

Höfundur og útgefandi neita að svara því hvort það hafi verið ástæðan.

Hvorki Guðmundur Magnússon höfundur bókarinnar né heldur útgefandi hennar Páll Bragi Kristjónsson hjá Eddu Útgáfu hafa játað því né neitað að ástæða þess að fyrstu prentun bókar hans hafi verið fargað, hafi verið umfjöllun um hjónaband Þóru Hallgrímsson og George Rockwell, forystumanns í bandarísku nasistahreyfingunni.

Þóra er sem kunnugt er eiginkona Björgólfs Guðmundssonar eiganda Edda Útgáfu.

Guðmundur var gestur í Silfri-Egils í dag þar sem hann ræddi bók sína. Hann var spurður út í frétt NFS frá í gær, en sagðist þá eins og áður ekki vilja svara því. Guðmundur sagði þó um samskipti sín við útgefendur bókarinnar; að sagnfræðingar þyrftu ólíkt skáldsagnarhöfundum að taka tillit til ýmissa hluta svo sem raka viðmælenda sinna og jafnvel tilfinninga.

Framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita, sagði aðspurður um hvort mál Guðmundar hafi borist þar inn á borð, að þar sem höfundurinn sjálfur hefði ekki leitað þangað þá væri málið ekkert sem félagið kæmi að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×