Innlent

Farþegar í vél sem nauðlenti héldu heim í nótt

Hátt í 300 farþegar Air Bus vélarinnar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær, eftir að annar hreyfill hennar bilaði, héldu áfram för sinni til Kanada klukkan eitt í nótt. Þá kom önnur vél frá Air Canada og sótti þá, en fólkið var að koma frá Frankfurt. Væntanlega verður gert við vélina hér á landi en ekki liggur fyrir hvort skipta þar um hreyfilinn sem bilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×