Innlent

Alþjóðlegur dagur gegn gróðurhúsaáhrifum

Í dag er alþjóðlegur dagur aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum. Hefur því verið efnt til mótmælaaðgerða í yfir 30 löndum. Nú stendur yfir ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar í Montréal í Kanada og er búist við þúsundum þátttakenda þar sem og í Washington, London, Sydney og Jóhannesarborg. Fimm samtök, þar á meðal Greenpeace og Climate Crisis Coalition, hyggjast afhenda mótmælaskjal í bandaríska sendiráðinu í Montréal og er skjalið undirritað af 600 þúsund Bandaríkjamönnum sem hvetja ríkisstjórn George Bush og bandaríska þingið að leggja sitt að mörkum til að stöðvar hækkun hitastigs í andrúmslofti jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×