Innlent

Fáir reykja í bænum

Stefnt er að því að Súðavík verði fyrsta reyklausa sveitarfélagið á landinu. Fjöldi Súðvíkinga hætti að reykja síðastliðið sumar, í kjölfar námskeiðs sem haldið var fyrir reykingarfólk. Að sögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur, sem hætti að reykja eftir námskeiðið, var óskað eftir öðru námskeiði vegna góðrar aðsóknar á það fyrra.

Talið er að eingöngu tólf Súðvíkingar reyki enn þá. Anna Lind segir það raunhæfan möguleika að Súðavík geti orðið alveg reyklaus bær, eingöngu þurfi vilja íbúa bæjarins til að svo geti orðið. Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×