Innlent

Mikill viðbúnaður á vellinum

Allt gekk vel. Þrátt fyrir skerta flughæfni þotunnar var ekki talin mikil hætta á ferðum við lendingu.
Allt gekk vel. Þrátt fyrir skerta flughæfni þotunnar var ekki talin mikil hætta á ferðum við lendingu.

Milli 200 og 300 manns voru í viðbragðsstöðu í gær þegar Airbus 330 þota í eigu Air Canada nauðlenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir allan undirbúning hafa gengið snurðulaust fyrir sig en þegar tilkynnt var um bilunina klukkan þrjú í gær var allt sett á viðbúnaðarstig. Þá felur í sér að samhæfingarstöðin í Skógarhlíð mönnuð svo og aðgerðastjórnstöðin á Keflavíkurflugvelli og vettvangsstjórnstöðin auk þess sem björgunarsveitir og sjúkrahús eru sett í viðbragðsstöðu.

Þrátt fyrir þetta var hættan á óhappi talin lítil. Þotan var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli taldi að hinir tæplega 300 farþegar og áhöfn þotunnar myndu bíða í flugstöðinni eftir að flugfélagið sendi þeim aðra vél til að flytja þá áfram til Toronto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×